Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 127
Um súrhey.
125
þetta er skrifað. Grasið liafði pressazt mjög saman, og
var nú ekki nema 21 jmml. á þykkt; en áður en það
fór að síga var það um 60 þuml., og hefir það því
sígið um 2/3, og hefir sígið talsvert síðan moldin var
látin ofan á í síðasta sinni. Teningsfetið af heyinu.
þar sem það liggur nú í tóttinni, vegur 38—40 pund,
og eptir því hefir heyið át.t að Jjettast um Vis! on ver-
ið getur, að það hafi Ijetzt meira eða minna, því
sumarvigtin var alls eigi nákvæm. Moldin, sem nú
liggur ofan á súrheyinu, er alls 2V2—23/4 al., og
þyngslin, sem liggja á hverju teningsfeti, eru því hjer
um bil 200 - 250 pund.
Háin og bælistaðan líta bezt út, og lyktin af því
er ágæt, sæt-súr, og smekkurinn eins. Hafrarnir eru
líka mjög ætilegir, en lyktin af þeim er ekki eins þægi-
feg, og ímynda jeg mjer, að það komi einkum af
senneps-slönglum, sem eru innan um liafrana, því
nokkru af gulu sennepi var sáð með þeim, og spratt
það vel. Útheyið, sem var undir og ofan á, er mjög
líkt, því, sem það var látið niður, en hefir þó dregið í
sig lög og lykt úr höfrunum, einkum það, sem ofan á
liggur, og er því all-ætilegt; við sjálft gólfið er ofurlítil
rekjuskán, en undir torfinu eru engar rekjur, og yfir
liöfuð er það útheyislagið lyktardaufara og lakara, sem
er undir. Kýrnar átu strax hána og hafrana með
beztu lyst, einkum þær, sem einhvern tíma höfðu van-
izt mjöldeigi; hinar tóku dauflega í það í fyrstu, en
sættu sig brátt við það, og eptir 2 eða 3 daga átu
þær það allar með mestu ánægju. Jeg á 2 kýr, sem
ekki varð komið til að jeta mjöldeigið, þegar kúnum
var gefið það vorið 1882, en þær eru eins ánægðar
með súrheyið og hinar, og yfir liöfuð þykir þeim öllum
það svo gott, að ef komið er moð súrhey og góða töðu
í jötuna í oinu, þá sneita þær ekki á töðunni fyr en
súrheyið er búið. Útheyið og það lakasta með veggj-
unum er gefið geldmjólkri kú og fleiri geldum gripum,