Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 72
70
I'erðir á suðurlandi.
nokkuð, er neðar dregur; liún er 70 fet á dýpt; en úr
henni ganga æðar og sprungur dýpra niður. Smá skörð
eru í skálarbarmana hjer og hvar, og þar rennur vatn
frá hverunum. Á undan gosi heyrast dunur og dynkir
neðanjarðar, gufurnar aukast og vatnið sýður út af
skálarbörmunum; allt 1 einu peytist vatnsstrókur þráð-
beint í lopt upp, síðan annar upp fyrir hinn og svo
lcoll af kolli. Vatnsstrókarnir sjást innan um gufuna,
eins og beinir stöplar, sem stíga hærra og hærra, og
keppa hver við annan; en allt i einu falla þeir allir
niður aptur í skálina, og þá er þessari undrasjón lokið.
Skálin er tóm nokkra stund, en brátt fyllist liún aptur,
og þá er allt komið í sama horf og áður.
Menn hafa áður gjört sjer ýmsar hugmyndir um
það, hvernig á gosum Geysis mundi standa, en Bunsen
færði fyrstur rök fyrir því, hvernig þau eru til komin,
og seinna gjörðu menn verkfæri eptir hans fyrirsögn,
sem hermir eptir gosum Geysis. Ákaflega heitt vatn
streymir neðan að upp í pípuna; er það svo lieitt, að
það mundi verða að gufu, ef eigi lægi svo mikill vatns-
þungi ofan á af því hinu kaldara vatni, sem er í skál-
inni og ofan til í pípunni, en alltaf streymir meira og
meira neðan að, svo að spennimagn vatnsins neðst í
pípunni er loks orðið svo mikið, að það varpar af sjer
þeim vatnsþunga, sem ofan á liggur; brátt kemst jafn-
vægi á aptur og vatnið er nú jafnheitt í pípunni apt-
ur alstaðar, skálin fyllist aptur og gosið er búið. Áf
þessu leiðir, að því lengri sem pípan er, því meiri
verða gosin ; Geysir hefir því að líkindum eigi gosið
jafnhátt í ungdæmi sínu. Heita vatnið brýzt upp í
miðjunni, en kalda vatnið sígur niður á við til Iilið-
anna. Hita-athuganir í Geysi hafa sýnt hið sama;
liitann mældi Des-Cloiseaux nákvæmlega 1846; neðst
á pípubotninum var hitinn vanalega milli 120 og 130°
C., en á yfirborðinu á skálinni cr vanalegur hverahiti:
um 90°; stundum minna, stundum meira. Þegar