Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 13
Ferðir á suðurlandi.
11
lækir, sem renna samsíða í mýrarskurðum; þó er annar
skurðurinn lengri en liinn. í efri hvernum er hitinn
74° C., í hinum neðri 89 72° C. Basalt er hjer í fjöll-
unum á báða vegu, en efst í dalnum, þegar farið er
upp á heiðar fram hjá J>verfelli, kemur fram dökk-
grátt móberg (breccia) og ofan á því aptur dólerít.
Dólerítkenndar bergtegundir eru hjer alstaðar upp til
öræfa, í Oki, Kvígindisfelli, Uxahryggjum og víðar; en
þegar kemur suður undir Sandklettavatn tekur við rauð-
mórautt móberg og svo hraun. öræfin eruhjerefra, eins
og víðar annarstaðar, bylgjumyndaðir ásar, hryggir og
holt, og urð víðast ofan á, lijer og hvar bunguvaxin
fjöll eða hvassir tindar og vðtn í lægðunum. Veður
fengum við hið bezta, óbyggðirnar í þögulli kyrrð, sól-
fjallað mistur á hæðunum, vötnin blá 02 tær, jökul-
bungurnar hvítar og tindrandi. Hvergi sjest hátignar-
leg fegurð íslenzkrar náttóru eins og í öræfum milli
Qalla í fögru veðri. |>ingvöllum þarf ekki að lýsa; það
hafa svo margir gjört, sem betur voru færir til þess en
jeg. Á Mosfellshtiði eru dólerít-klappir og urðir frá
ísöldinni, í Seljadal móberg einkennilegt; þar skoðaði
Sartorius v. Waltershausen fyrst íslenzka móbergið
(palagónít-túffið) og er Seljadalur orðinn frægur síðan í
jarðfræðinni. Fvrir neðan Mosfellsheiði og hæðir þær,
sem henni fylgja, er röð af smávötnum frá norðaustri
til suðvesturs; eru þau öll hjer um bil á sömu hæð, og
ef til vill leifar eptir jöklana á ísöklinni; þar eru
hæðahryggir í kring og urðaröldur, klappir ísfágaðar, og
margt, er bendir á ísverkanir á fyrri límum. Fellin í
Mosfellssveitinni eru ór basalti og standa upp ór dóle-
rítinu; dólerítstraumarnir hafa líklega einhvern tíma í
fyrndinni runnið kringum þau ofan frá heiðunum.
í byrjun jólímánaðar byrjaði jeg ferðir mínar um
Beykjanesfjallgarðinn ng fór fyrst á leið austnr í ölfus,
því jeg ætlaði mjer að skoða hraun það á Hellisheiði,
er brann árið 1000. Skoðaði jeg fyrst Kauðhóla hjá