Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 25
Ferðir á suðurlandi.
23
engin samtök oru gjörð til að eyða þessnm ófögnuði.
Tvisvar 1 sumar reið jeg á förnum vegi fram á tóur,
sem voru að drepa lánd. Tóurnar eru líka víða svo
spakar, að þær hlaupa um eins og liundar, og horfa
grafkyrrar á ferðamenn, sem um veginn fara.
Upp af Selvogslieiði er fjarska-mikil liraunhunga,
sem köllnð er »Heiðin há«. J>angað fórum við moð
sjera Ólafi frá Vogsósum. Heiðin há er 2030 fet á
hæð, geysiinikil flatvaxin eidfjallsbunga, lík í lögun og
Skjaldbreiður; hún er hlaðin upp úr óteljandi, gömlum
hraunlögum suður af Bláfellshlíðum ; liallast hún jafnt
og þjett niður að Selvogsheiði (3°), og eru margar og
langar gjár í lægðinni, þar sem þær mætast. Efst er
Hrossagjá; hún er styzt, og er utan í heiðarhlíðinni
sjálfri; þar næst Strandagjá, mjög löng, nær frá Svörtu-
hjörgum upp undir Geitafell; svo er Rjettargjá ; liún
byrjar í slakkanum milli heiðanna, og nær upp í Geita-
fell; og syðst er Götugjá (eða Nesgjá); hún nær frá sjó
yíir hlíðina á Selvogslieiði upp í Lambafellshraun fyrir
noðan og austan Geitafell; neðri (syðri) brúnin, sem er
utan í Heiðinni há, er lægri, svo landið hefir auðsjáan-
lega sigið í slakkanum milli heiðanna.
þegar við fórum upp á »Heiðina há«, fórum við
upp Griiidaskarðaveg upp að Hvalhnúk, og riðum svo
þar upp á sjálfa heiðarbunguna. Efst á heiðinni mark-
ar fyrir gígnum, sem öll þau fjarskalegu lirauti hafa
komið úr, sem mynduðu heiðina. Gígurinn er nú full-
ur af hrauni, en hefir verið afarstór, sem sjá má af
loifum þeim, sem eptir standa af gígröndinni ; það eru
dálitlir hraunhnúkar, sem standa í kring; gígurinn
hefir verið allt að 100 faðmar að þvermáli ; sunnan-
verðu við þenna gíg er að auki 2 eða 3 bollar miklu
minni, hálffullir af hrauni. Sjálf er lieiðin mjög stór
um sig ; eintóm gömul liraun, með holum og gjótum
og hallast lítið, 2°, til vesturs, og 3° til austurs.
Heiðasljetturnar milli »Heiðarinnar liá« og Brennisteins-