Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 76
74
Ferðir á suðurlandi.
við Kaldárhöfða og norður að Gjábakka; liafa hraunin
kloíizt um Miðfell og Arnarfell, sem eru móbergshnúkar
rjett við vatnið. Yið riðum yfir Álptavatn yfir í
Grafning; þar breiðist Sogið mjög út, og er eins og
stöðuvatn; sljettur leirbotn er undir og vatnið á miðjar
síður; Vd til V3 úr ldukkustund er verið að fara yfir
það. Sogið follur úr f>ingvallavatni hjá Kaldárhöfða,
og heíir brotizt þar í gegn um dálítinn háls, rennur
þar í þröngum gljúfrum og er þar með miklu iðukasti
og smáfossum. I3ar er ker í Soginu, og segir munn-
mælasaga, að þaðan komi allt mýbitið, sem kvelur
menn í Grafningnum. Neðar eru fossar í Soginu, efst
Ljósafoss, svo írafoss, og neðst Kistufoss; hann er
einna fegurstur. Rjett fyrir ofan hann í straumnum
er dálítill skógi vaxinn hólmi, með víðir og reyni-
hríslum; skógurinn hefir fengið að standa þar, af því
að ekki hefir verið hægt að komast að honum. Móberg
er í Búrfelli og öðrum fjöllum hjer í kring, en hasalt
undir; sjest það í farvegi Sogsins, t. d. við fossana,
því áin liefir skorið sig niður í harðar basalt-klappir.
Á milli þessara fossa eru margar flúðir og smáfossar.
Þegar neðar dregur, verður Sogið lygnara. Við svo
kallaða Drætti, rjett fyrir neðan Bíldsfell, eru leir-
hakkar, 30—40 fet á hæð; myudun er þar lík og í
Fossvogi, saman barðir smáhnullungar með palagónít-
kornum ofan til, en leirllögur að neðan; þar eru marg-
ar skeljar í bökkunum (Pecten, Yonus, Tellina, Mya,
Balanus 0. fl.). X3Cssar leirkenndu myndanir eru beggja
megin við Sogið 0g í slakkanum upp undir Grafnings-
hálsi. Pykkur jarðvegur er ofan á hjá Bíldsfelli, en í
fellinu við bæinn er stórkornað móberg og dólerít-
klappir ofan á; bergmyndunin þar er alveg eins og við
Reykjavík.
Frá BÍIdsfelli fórum við um Grafninginn. Veður
var heitt og mollurigning, og þá er mýbitið einna rnest,
enda fengum við að kenna á því, éinkum í kring um