Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 82
80
Um að safna fje.
safninu 40 kr. árlega í önnur 28 ár og niðjar hans
sömuleiðis eptir hann; þegar þannig var búið að taka
af safninu 40 kr. árlega í 200 ár eða samtals 8000 kr.,
þá var safnið þó orðið meira en hálf þriðja miljón
króna, og þetta var árangurinn af því einu, að Halldór
hafði geymt sjer að eyða nokkru fje þangað til síðari
lilut æfi sinnar.
8. dæmi. Vjer getum hugsað oss, að íslendingar
ákvæðu um 500000 kr. af viðlagasjóðnum, að árlega
skyldi við þær leggja hálfar renturnar af þeim, en hafa
hitt til útgjalda landsins; eptir 35 ár mundi það verða
jafnmikið, sem fengist til útgjaldanna, eins og ef þetta
eigi væri gjört, og yrði það því meir og meir sem lengur
liði; eptir 268 ár mundi þessi hluti viðlagasjóðsins
vera orðinn 100 miljónir króna, og þær hálfu rentur,
sem árlega væru hafðar til útgjalda, mundu nema tveim
miljónum eða hjer uin bil 30 sinnum meiru en öll
þinggjöld landsmanna eru nú.
9. dæmi. Sveit einni tilfjell arfur eptir þurfamann,
er nam 500 kr.; sveitarmönnum kom þá saman um,
að setja peninga þessa á vöxtu að sinni; eptir 18 ár
var liöfuðstóllinn, 500 kr., tekinn, og honum eytt, en
renturnar,' sem við hann höfðu bætzt, látnar vera kyrrar
á vöxtum. Nú liðu 135 ár; þá var sjóðurinn orðinn
100000 kr., og þurfti eigi helminginn af rentunum af
því til að borga öll skyldu-útgjöld sveitarinnar.
10. dæmi. Maður nokkur ánafnaði sveit sinni
1000 kr. eptir sinn dag; fyrir kostnað við stjórn sjóðs-
ins og umsjón með að hann væri jafnan á fulltryggum
leigustöðum, skyldi mega taka ‘/s af rentunum; helm-
inginn af þoirn rontum, sem eptir voru, skyldi árlega
leggja við sjóðinn, en hinum helmingnum verja til að
eíia hag sveitarinnar; eptir 305 ár var sjóðurinn orðinn
200000 kr., og það, sem þá var árlega varið handa
sveitinni, var 3500 kr.; jarðirnar voru þá orðnar marg-
falt betri, en þær liöfðu áður verið, og prýðilegar