Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 169
Um áburð.
167
Allir hafa orðið þess varir, að kjöt, blóð, og aðrar
dýraleifar rotna og breytast langt um fljótar heldur en
gras og aðrar jurtaleifar. Orsökin til þess er sú, að
dýracfni eru miklu auðugri af holdgjafasamböndum; en
það eru þau, sem einkurn vekja rotnun, þar sem loptið
annars korast að, og vatn og hiti eru líka við hendina;
en vanti einhvern af þessum þremur gjörendum, þá
liafa hinir tveir engin áhrif. Af þessu kemur það, að
menn leitast við að úti byrgja alveg lopt, liita eða
vatn frá alls konar fæðu, sem menn vilja geyma ó-
skemmda til lengdar. Við niðursuðu kjöts og annara
hluta í loptheldar öskjur er loptið alveg úti lokað, og
þá heíir hitinn og vatnið, sem er í kjötinu, engin á-
hrif til að breyta því. í ískjöllurum geyma menn líka
nýtt, kjöt og fisk svo árum skiptir, án þess að það taki
nokkrum breytingum; þar kemst lopt og vatn að, en
þar vantar hitann. Menn þurrka fisk og kjöt þar til
það er liart orðið og að mestu vatnslaust, og geyrna
það síðan óskemmt við lopti og hita, ef vatn ekki
kemst að því. |>egar búið er að þurrka grasið og
gjöra úr því fullþurrt hey, má geyma það óskemmt
svo árum skiptir, ef ekki kemst vatn að.
Allar áburðartegundir úr grasa- og dýraríkinu
verða að uppleysast—fúna og rotna —, til þess að verða
jurtanæring. Frá því fyrst fer að koma gangur í á-
burðinn og þangað til liann er alveg uppleystur, mynd-
ast og leysast sífeflt úr honum næringarefni handa
jurtunum. Fað er því aðalatriðið í meðferð áburðar-
ins, að stýra ganginum í honum svo, að hann upp-
leysist sem bezt, en sem minnst af frjóefnum hans
fari forgörðum eða hverfi burt við rotnunma.
pegar áburðurinn rotnar svo, að loptið kemst ekki
liðugt innan um hann, þá myndast stækindi úr hold-
gjafasamböndunum, og stækindið er reikult efni, sem
loitar á burt út í loptið, jafnóðum og það myndast, en
við það tnissir áburðurinn eitt af aðalfrjóefnum sínum,