Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 212
210
Um áburð.
eru standa þar til þangið er fúið. Sumstaðar á Eng-
landi er það líka brennt, og askan svo borin á. Hjer
á landi mundi lientast að íiytja þangið á land upp, hve-
nær sem færi gæfist, og bera það í hauga og blanda
með þunnum lögum af mold; láta svo haugana standa
þar til þeir væru farnir að rotna nokkuð og róta þeim
svo upp, líkt og sagt hefir verið um fiskiúrgangshaug-
ana, og leggja svo moldarlag utan á aptur; fiýtir þetta
fyrir rotnaninni, sem annars gengur seint hjer á landi.
Mjög gott væri að blanda einhverjum þoim efnum sam-
an við þangið, sem fljót eru að rotna. Hentast mun
að bera þangáburðinn á maturtagarða og annað sáð-
lendi, og svo á flög, sem þekja skal yfir með grasrót, en
lakara er að bera hann á grasgróna jörð, vegna þess að
venjulega er mikið í þanginu af sandi, möl og skeljum,
sem talsverð fyrirhöfn er að hreinsa úr grasrótinni
aptur.
12. Áburður úr steinaríkinu.
Úr steinaríkinu hafa menn ýmsar áburðartegundir
í öðrum löndum, bæði til þess að bæta hið ytra ástand
jarðvegsins, og svo til þess beinlínis að frjófga hann.
Sand flytja menn opt á of leirborna jörð, til þess að
gjöra hana lausari og hlýrri; einnig á lausa mómoldar-
jörð til þess að festa hana, gjöra liana hlýrri og auka
í henni frjóefnin. Leir er fluttur á sandjörð til að
þjetta hana og gjöra hana færari um að halda í sjer
raka og frjóofnum; einnig á mómoldarjörð, til að þjetta
hana. Sumir iiafa brennt leirinn áður en honum er
blandað saman við jörðina; hefir þetta einkum verið
gjört á Englandi; líkist hann þá meira sandinum, og
bætir bæði moldarjörð og leirjörð. Sumir álíla líka, að
bruninn gjöri gagnlegar cfnabrcytingar; en það er tals-
verð fyrirhöfn að brenna leirinn, og mun ckki tilvinn-
andi hjor á landi. Mcrgel (kalkleir, kalkblendinn leir)
hafa menn víða til áburðar, bæði á leirjörð, til að losa