Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 217
Ura áburð.
215
eptir, fremur en öðrum útlendum áburðartegundum.
Gips (brennisteÍDSsúrt kallr) er sumstaðar haft til áburð-
ar, og til að blanda því í áburð til þoss að varðveita
frjóefni hans. Álúnsflögur, steintegund, or kemur fyr-
ir í Svíþjóð, Norogi, og víðar og hefir í sjer mikið af
brennisteinssýru og kalí, hefir steintegund þessi sum-
staðar verið brennd og möluð, og höfð svo til áburðar.
Beinsteinar, sem eru steinrunnin bein og aðrar dýra-
leiíár frá fyrri heimsöldum, og liafa í sjer mikið af
fosfórsúru kalki, auk annara efna; eru þoir muldir smátt,
og leystir upp með brennisteinssýru, og líkjast þeir þá
uppleystum beinum. Kalí-saltpjetur, eða saltpjeturs-
súrt kalí, er mjög frjófgandi áburðarsalt, sem auðvitað
er á því, að það er samsett af saltpjeturssýru og kalí.
Sumstaðar í heitu löndunum kemur salt þetta mcð vatn-
inu upp úr jörðunni, og verður svo eptir á yfirborðinu,
um leið og vatnið breytist í gufu við hitann. Chili-
saltpjetur, saltpjetursúrt natrón, fæst á nokkrum stöð-
um í Suður-Ameríku, einkum í Perú, og er mikiðafþví
flutt til Norðurálfunnar. Er það ágætur áburður, eink-
um vegna saltpjetursýrunnar (holdgjafans í henni), en
þó ekki eins gott og kalísaltpjeturinn, því natrón er
minna virði en kalí, en af því salt þetta er miklu
ódýrra en hið fýrnefnda, þá er það miklu meira brúk-
að. Stækindissölt, cinkum kolsúrt stækindi, eru nú víða
tilbúin, um leið og ljósgasið er unnið úr kolunum, og
er liinn bezti áburður. Kalísölt, kalí í sambandi við
kolsýru, brennisteinssýru og önnur efni, eru í öskunni
rneira eða minna; en til eru líka steintegundir, sem eru
svo auðugar af pessum söltum, að reynt hefur verið að
brjóta þær úr jörð og selja til áburðar, og á Prússlandi
er fundin gnægð af söltum þessum í jörðunni, er hafa
í sjor frá 15—50% af kalí. Natrónsölt, bæði soda (kol-
súrt natron) og matarsalt (klórnatríum), eru á stund-
um liöfð til áburðar.
Leiðrjettingar. Bls. 322 : dolsritstraumunum les dólerít-
straumunum; bls. 1613: Guúpá 1. Gnúpa; bls. I7n: innan 1. utan;
bls. 204: eldgignum 1. eldgígum; bls. 2o21: Zastræa 1. Lastræa; bls.
2311: Bláfellshlíðum 1. Bláfjallahliðum; bls, 41^: 238 ]. 1238; bls.
6220: sunnan 1. innan.