Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 120
118
Um alþýðumenntun.
landið þyrfti að fá sem fyrst oinn fullkominn búnaðar-
skóla, en þar hjá smærri skóla sinn í hverjum fjórð-
ungi, sem kennt gætu hið verklega og dálítið ágrip af
bóklegu, og sýndist mjer rjettast, að þeir skólar væru
eign einstakra manna, með opinberum styrk og eptir-
liti. J>að er hægt að færa nokkrar ástæður fyrir því, að
þessir smærri skólar gæti gjört mikið gagn samhliða
hinum fullkomnari skóla; en fyrst að þeir eru komnir
upp, þá er óþarft að færa þær ástæður fram. Jeg í-
mynda mjer, að hlutaðeigendur vilji ekki leggja þá nið-
ur aptur að óreyndu, og jeg vona, að reynslan og
tíminn mæli með þeim, og sýni, að frá þeim geti
komið nýtir menn. En í sambandi við þetta vil jeg
taka fram, að frá efri deild skólans, sem koma þarf á
fót á Suðurlandi, verðum vjer þegar fram líða stundir,
að vonast eptir kennurum til fjórðungsskólanna, og
þaðan fáum vjer líka búfræðinga til að ferðast um
landið og leiðbeina ýmsum stærri fyrirtækjum, og álít
jeg, að þeir, sem læra á fjórðungsskólunum, verði ekki
óþarfir fyrir það. Kennslan ætti að vera lík í öllum
fjórðungsskólunum, og vera á sama stigi og í noðri
deild aðalskólans, og við þá ætti að vera sömu inntöku-
skilyrði og þar væru sett. Með því móti gætu læri-
sveinar frá fjórðungsskólunum staðið þeim jafnfætis,
sem útskrifast úr neðri deild aðalskólans.
Menn greinir á um það, hvort rjettara sje að
fjórðungsskólarnir sjeu eign cinstakra manna eða eign
hins opinbera. Jeg er einn þoirra, sem ímynda sjer,
að opinberu skólarnir sjeu fullt svo kostnaðarsamir, og
engu betri í sjálfu sjer. Margir gjöra sjer aptur á
móti von um, að þeir verði langtum kostnaðarminni,
vegna gróðans, sem komi fram á búinu og endurbóta
á jörðnnni; sjeu þar að auki miklu vissari og varan-
legri, og sjálfsagt að öllu eins góðir. Menn hafa nú
tekið fasta stefnu fyrir norðan og austan, og stofnsett
skólana alveg á opinberan kostnað; en þó að það