Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 191
Um áburð.
189
nýgræðingnum á vorin, og er því ekki hentugur haust-
áburður. Hann dýpkar ekki jarðveginn beinlínis, en
að vísu gjörir hann það öbeiniinis; hann eykur mjög
frjósemi jarðarinnar, og eflir framfarir jurtanna, en pví
meiri sem grasvöxturinn er, því meira veiður cptir í
jörðinni af rótum og öðrurn jurtaleifum, sem fúnar nið-
ur og verður að mold. En lagarkenndi áburðurinn
hefir þrjá mikilvæga kosti: 1. Hann vorkar vonjulega
undir eins. Hafi þvagið eða mykjulögurinn staðið fyrir
um tíma og rotnað, eru öll efni þeirra ummynduð, og
reiðubúin jurtanæring, og lögurinn sígur strax ofan í
jörðina, og komst í samkvæmi við jurtaræturnar, og sje
hann nógu vatnsblendinn, er ekkert því til fyrirstöðu að
hann næri jurtirnar jafnskjótt og hann er borinn á, ef
þær annars eru meðtækilegar fyrir næringu. Og þó að
lögurinn hafi ekki verið búinn að rotna áður en hann
var borinn á, þá gjörir hann það fljótlega í jörðinni,
því hann þarf svo langt um styttri tíma til að verða að
jurtanæringu, heldur on taðið, 2. ]?að má bora lagar-
kennda áburðinn á hve nær sem vera skal. Sje hann
nógu vatnsblendinn, hindrar hann grasvöxtinn alls eigi
þó hann sje borinn á nj'græðing á vorin, eða á nýslogna
jörð á sumrin ; hann hverfur þá strax ofan í jörðina
eins og regn, og skilur ekkert það eptir á grasrótinni,
sem hindrað geti vöxt þess. 3. þ>að þarf miklu minna af
fljótandi áburði en föstum til þess að gera jöfn áhrif á
grasvöxtinn. Petta er þannig að skilja, að áburður und-
an 1 kú gerir meiri töðuauka eða gefur meira gras, ef
hann er leystur upp í vatni og borinn á sem lögur,
heldur en sje hann borinn á sem fastur áburður. f>etta
sýnir reynslan daglega, og vísindin sanna það líka.
Pegar áburðurinn kemur í jörðina uppleystur og tilreidd
jurtafæða, og á þoim tíma som jurtirnar þarfnast mest
næringar, þá kemur hann þeim strax að notum, og
kcmur þoim allur að notum, ef ekki er borið meira á
en jurtirnar þurfa. Pað missist því alls ekkert af áburð-