Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 130
128
Um súrhey.
farið að þorna, getur það misst ótrúlega mikið af nær-
ingarefnum sínum. í öðrum löndum liafa menn borið
saman óhrakið hey, og sömu fóðurjurtir, meira og
minna hraktar, og fundið t. d., að smári, sem hafði
verið liálfan mánuð á þerrigrindum (Hæsjer), og opt
fengið steypiskúrir á meðan, liefði misst rúmlega fjórða
part af holdgjafa-ofnunum. meira en helming af andar-
dráttarefnuuum, og meira en þriðjung af steinefnunum,
eða yfir höfuð meira en þriðjung af fóðurgildi sínu.
Tilraunir- í þessa stefnu liafa líka sýnt, að hiakið hey
meltist lakar en óhrakið. Reynslan sýnir oss við og
við, að taðan og annað hey mi-sir afarmikið af fóður-
gildi sínu við það, að rigna og brekjast, og allir, sem
hafa veitt þessu verulega eptirtekt, munu játa, að ekki
þarf heyið að rigna lengi til þess, að mis<a fjó’ða part
af fóðurgildi sínu, auk þess sem það rýrnar og ódrýgist
því meira sem það hrekst lengur.
Allt það, sem jeg hef sjeð litað um súrhey eptir
menn, sem eru því kunnugir, virðist henda til þess, að
rjettast muni vera, að gjöra ekki súrhey úr töðu eða
engjahoyi1, nema í miklum óþurrkum, þegar sý ilegt
þykir, að ekki muni takast að verka það á vanalegan
hátt. Aptui á móti held jeg að optast muni ráðlegast
að liugsa ekki til annars en uð 'gjöra súrhey úr ýmsum
vandþurrkuðum fóðurtegundum, svo sem liá og hafra-
grasi, eða öðru sáðgrasi, sem vanalega er slegið svo
seint, að ávallt er tvísýnt, að það geti þornað vcl. Jeg
held 1 íka, aö í óþnrrkaplássum væri rjett að húa sig
undir að gjöra optast súrhey úr nokkru af löðu eða
útheyi, meira og minna, eptir því sem veðrátta liagar
sjer, því þar, sem er verulega óþurrkasamt, fást sjaldan
I) Jeg vona það valdi engutn misskilningi, þó að jeg í línum
þessum fylgi víða almennum vana, og nefni grasið óþurrkað
„töðu“, „engjahey" o. s. frv., í stað þess að rtefna gras af túni
eða gras af engi, sem f rauninni væri rjettara.