Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 77
Ferðir á suðurlandi.
75
Úllljótsvatn. |>ar var það engu minna en þegar mest
er ofan til í Laxárdal viö Mývatn. Grafningurinn er
sú landspilda, sem næst er fyrir sunnan fingvallavatn,
og svo suður með Sogi. Úar eru ótal smáfell fyrir
sunnan vatnið, öll úr móbergi; en sumstaðar eru dóle-
rít-klappir, t. d. nokkru fyrir norðan Bíldsfell, og þar
eru einstaklega glöggar ísrákir. Stórar melöldur og
liolt eru víða fyrir sunnan vatnið; virðist allt benda
til þess, að Jnngvallavatn sje eitt af þeim lónum, sem
myndazt bafa af skriðjöklum á ísöldinni; en seinna
hefir það breyzt nokkuð að norðan og austan, af hraun-
unum, sem í það hafa runnið. Yestan við vatnið eru
háar móbergshlíðar norðan frá Skálabrekku; en hraun
eru þar engin, þó þau standi á TJppdrætti íslands.
Hlíðar þessar eru nokkurs konar lijallar eða áframhald
af Dyrafjöllum, sem ganga norður úr Henglinum. í
Úingvallavatni eru tvær eyjar, Sandey og Nesjaey, báð-
ar úr móbergi, og lítið sker á milli (Heiðarbæjarhólmi).
Út í vatnið að austanverðu gengur langur tangi, norður
af Miðfelli, og heitir Mjóanes. Frá suðurströndinni
ganga ýmsir smátangar og höfðar norður í vatnið; í
þeim öllurn er mjög íauðleitt móberg, í margbrotnum
og beygðum lögum. J>ingvallavatn er mjög djúpt, en
dýptin hefir ekki verið mæld onn; áður hefir þó verið
í því meira vatn; við Miðfell sjest t. d. glöggt gamalt
fjöruborð, hjer um bil 10—12 fet yfir vatnsfleti þeim,
sem nú er. Við suðve^turhorn vatnsins gengur sljetta
eða dalur allhreiður upp á milli Dyrafjalla að vestan og
Grafningsfjalla að austan. Suður og vestur af sljettu
þessari er Stangarháls, Ölkelduháls og Hengill. Sljettan
er nú því nær öll þakin hraunum (Hagavíkurhraun).
Grasi vaxnir vellir eru ofan til, Nesjavellir, en hraunin
fyrir neðan; hafa þau komið úr stórri gígaröð utan í
hlíð Dyrafjallanna. Hæsti gígurinn er 312 fet yfir
vatnsflöt Júngvallavatnsins, en jpingvallavatn er um
340 fet ylir sjávarflöt. Hraunið er orðið mjög gamalt,