Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 101
Um alþýðumenntun.
99
sem lcenna slcal til fullnaðar í skólanum. J>að er ekki
rjett, að keimta svo iitla undirbúningsmenntun til
Möðruvallaskólans, að pangað geti komizt alveg ó-
menntaðir unglingar og óvanir námi, og ætla þeim svo
á 2 árum að læra vel íslenzku, dönsku, ensku-, sögu
og landafrœði ásamt yfirliti yfir lög, landsrjett og
landstjórn; reikning; rúmfræð'i og landmceling; ein-
falda dráttlist; meginatriði úr mannfrceði, dýra-
frceði, grasafrœði, steinafrœði og efnafrceði; söng og
leikfimi. þetta er býsna-mikið nám, og sumt af því
all-erfitt, svo mikið, að mjer þykir vcl skipast, ef piltur
með meðalgáfum getur lokið vel við það alit, og fengið
greinilega og verulega þekkingu á því öllu á svona
stuttum tíma, þó hann sje áður búinn að fá nokkurn
undirbúning og liaíi lært t. d. að rita laglega hönd, að
rita móðurmál sitt viðunanlega, að reikna það, sem
dagloga kemur fyrir, að lesa og skilja ijetta dönsku,
hafi lcynnt sjer landafræði og sögu og jafnvol fleira,—
livað þá heldur cf hann heíir engan annan undirbún-
ing fengið cn þann, sem prestarnir eru skyldir að
annast um, að allir unglingar fái. Sá piltur, sem þarf
einn vetur hjá góðum kennara í heimaskóla til að
læra það, sem jeg þegar nefndi, þarf líklega hjer um
bil jafnlangan tíma til að læra það í Möðruvallaskól-
anum; og ef meiri partur af fyrri vetrinum gengur
til að læra þessi undirstöðuatriði, þá verður naumur
tími eptir til að lcenna hitt allt, svo naumur, að ekki
er trúlegt, að kennurunum takist að kenna það allt
svo ýtarlega, að þeim sjálfum líki. Pyrst hugsuðu
menn sjer að sameina búnaðarkennslu við Möðruvalla-
skólann, en fundu fljótt, að hún gat ekki komið að
fullum notum mcð svo stuttum tíma, som til honnar
átti að verja, og er henni nú sleppt. Jeg get ímyndað
mjer, að önnur breyting verði innan skamms gjörð á
skólanum, og að annaðhvort verði skólatíminn lengdur,
eða meiri undirbúningsmenutun heimtuð, svo þangað
7*