Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 42
40
Ferðir á suðurlandi.
brattur fram að sjó; þar í hömrunum við sjóinn sjást
í móberginu margsamtvinnaðir braungangar með ótal
greinum og öngum. Hjer á Keykjanesi er mjög brima-
samt, og í fjörunni er stór garður af brimbörðum
hnullungum; þessir hnullungar eru eru engir smástein-j
ar, heldur stór björg, og er hverju tyldrað ofan á ann-
að. Björgin eru úr dóleríti og blágrýti, sívöl eins og
egg< ^/2 — 1 faðmur að þvermáli. Brim er hjer opt
svo mildð, að bergin eru öll í löðri; heyrast þá skellir
og brak, eins og fallbyssuskot, þegar klettavölurnar í
malarkambinum berjast saman. Norður af vitanum er
Valalmúkur minni, og einstök klettastrýta úti í sjónum,
sem heitir Karl.
Enginn bær er hjer á nesinu uema bær vitavarðar-
ins, enda er hjer varla byggilegt: hvergi sjest stingandi
strá að heita megi. Við dvöldum hjá vitaverðinum,
Arnbirni Ólafssyni, meðan jeg var að skoða nesið, og
leiðbeindi hann mjer ágætlega vel. Bærinn stendur
undir Vatnsfelli að sunnan, og er þaðan gerð braut
yíir hraunið út að vitanum. Einmunalegt er víst hjer
á vetrum, svo langt frá allri byggð, og margir örðug-
leikar við að búa. fað, sem verst er viðfangs, er
vatnsleysi ; helir vitavörður stundum orðið að senda
heimafólk sitt frá sjer á vetrum vegna þess. Brunn-
holan, sem þar er, þornar rjett upp á milli, af því að
hann hefir ekki verið gerður nógu djúpur; er alveg
óhjákvæmilegt, að landssjóður láti bæta úr þessu. Á
Suðurnesjum er víðast alveg vatnslaust; eru þar grafnir
brunnar jafndjúpt og sjór og fæst úr þeim þolanlegt
vatn, þó hálfsalt, en mjög spillist það þegar stórstreymt
er. Vitinn stendur efst á Valahnúk; það er áttstrendur
turn, hlaðinn upp úr þjettu hraungrýti. Efst á turnin-
um eru loptsvalir, og upp af þeim Ijóskerið, (sem
Danir gáfu); það kostaði 12000 krónur; í því eru 17
stórir, holir málmspeglar, og lampi í hvcrjum spegli.