Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 33
Ferðir á suðurlandi.
31
Þar eru milli Ólafsskarðs og Lambafells tveir stórir
gígir, 11—1200 fet yíir sjávarfleti; hefir Lambafells-
braun runnið úr hinum syðri, en Svínahraun norður á
við úr liinum nyrðri. Eldborgin, sem Lambafellshraun
hefir komið úr, er mjög brött (halli hennar neðst 32°,
en efst 4C°), og 144 fet á hæð cldboigin er afiöng,
sporöskjulöguð og gígir í b;iðum endum ; hún er gömul
og mjög mosavaxin; frá henni sjest yfir Lambafells-
hraun allt suður af heiðum; er það óslitinn hraunsjór,
svo langt sem augað eygir. Hraunið hefir þó eigi allt
komið úr þessari eldborg; nokkru sunnar eru gígir við
Bláfjalla-ræturnar, sem nokkuð hefir komið úr, og enn
sunnar gígir, som hraunstraumur nýlegur hefir runnið
úr austur á við yfir gamla hraunið. Gfamla hraunið er
töluvcrt mosavaxið og á einstaka stað efst í því smá-
tjarnir með sefi og niýrgresi í kring um. Gígurinn, sem
Svínahraun hefir runnið úr, or á stærð og hæð við
hinn syðri, og hallast um 3C°. Af því að svo langt
var liðið á daginn fjeklc jog ekki tíma til að skoða
lrann nákvæmlega. Erá gígum þessum riðum við allt
þvert og cndilangt vestur með Bláfjöllum að sunnan;
þar er hraunlaus kafli milli fjallanna og Heiðarinnar
há og urðargrjótið víðast vaxið mosa og breiðum af
geldingalaufi (Salix hcrbacea) með einstökum skúfum
af oilífðarblómi (Gnaphalium) á milli. pessi jurtagróði
er mjög algengur á háum iieiðum á íslandi, þar sem
hæðin er um 2000 fot. Af Bláfjöllum riðum við niður
skafia niður á hraunsljetturnar bak við Kóngsfell, og
svo á Grindaskarðsveginn, ef veg skal kalla; vörðubrot
sjást hjer og hvar, en urð er alstaðar þar, sem gatan
hefir verið. Um sólarlag vorum við komnir á brúnina
á Grindaskörðum; er þaðan víðsýni mikið um allan
Eaxaflóa, og var það ljómandi fagurt að sjá sólina
síga í æginn og slá rauðum bjarma á Snæfellsjökul og
láð og iög umhverfis, en skuggarnir sigu yfir láglendið
og hraunhafið fyrir neðau, svo allt varð óskýrt og