Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 61
Ferðir á suðurlandi.
59
unum á Núphlíðarliálsi. Aðalfarvegur hraunsins er frá
gígunum við Fremrivelli, suður með Mælifelli; gengur
hrauntröð frá hverjum gíg, og er hraunið þar ákaílega
úfið og á því stórar bárur og þversprungur, hognar
eptir rennslinu og aðrar að endilöngu, alveg eins og
þar sern skriðjökull sígur niður um þröngan og djúpan
dal. Gígirnir við Fremri-velli eru miklu lægri að vestan
upp að ldíðinni en að austan niður að hranninu; halli
þeirra flestra er um 30° og hæðin 30—70 fet. Frá
syðri gígunum heíir breitt en þunnt hraunflóð streymt
niður á alfaraveginn fyrir norðan Latsfell. Mælifell,
sem áður er um getið, stendur á dálitlum hæðarana,
sem gengur suðvestur af Sveifluhálsi; er í því eintómt
móborg; í hæðadrögum noröaustur af Mælifelli eru í
móberginu einkennilegar holur, skvompur og kúpur,
sem líklega liafa myndazt af veðurbarningi, er sandur
og annað fýkur út dalinn milli þröngra fjalla. J>ar sem
Ögmundarhraun hefir runnið fram með rótum Mæli-
fells, <>r utan um fellið hraunkragi, 6—8 fet yfir því
yfirborði, sem nú er á hrauninu; þetta hefir það sígið
við kólnunina. Úti í Ögmundarhrauni miðju, milli
Mælifells og Núphlíða, er Latsfell (37G'j; það er og úr
móbergi; fram af því gengur miklu lægri tangi og dá-
lítill hnúður á honum fremst, sem heitir Lalur. Jafn-
liliða Latsfells-drögunum er Núphlíðin; það er snar-
bratt hamrabelti og höfði á því fremst. hamra-
belti er ekkert annað en vestari hliðin á einni af eld-
sprungunum, er hraunið befir komið upp um, en eystri
barmurinn heíir þar sígið 210 fet milli Núpliiíðar og
Lats; má fylgja hamrabeltinu upp í rauf út af gíga-
röðinni; sjest þar, hvernig liraunið að neðan fyllir
sprunguna, og hraunkieprar eru fyrir utan glufuna upp
allt móbergið á hinni cinstöku sprunguhlið. Vestari
barmurinn hoíir ekki sokkið, fyr en gosið var byrjað;
það sjest augljóst af því, að uppi á röndinni eystri
standa enn 4 gígir hálfir, af því liinn helmingur þeirra