Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 49
Ferðir á suðurlandi.
47
Staðarhveríi, þá Járngerðarstaðahverfi og svo Þorkðtlu-
staðahverfi, og er all-langt á milli. Frá Skálholti var
áður útræði mikið í Grindavík; sjást þar enn ótal garð-
ar og smáhyrgi, er Skálholtsmenn liöfðu til að horða á
fisk sinn. Verzlun var í Grindavík áður; en hætt var
við hana snemma á öldinni sem leið. Höfnin var rjett
við prestsetrið Stað við hólma, sem hjaflur er nú á;
skipin lágu milli hans og skers, sem heitir »Barlest«;
í hólmanum eru enn kengir úr járni, sem skipin voru
bundin í; tangi gekk út að skerinu, og hjet Búðar-
tangi, af þvi verzlunarhúsin stóðu þar; en nú er tang-
inn að mestu brotinn af brimi. Höfnin í Grindavík
hefir ávallt verið ill. Arið 1640 fjekk íslenzka verzlun-
arfjelagið leyfi til, að hætta verzlun í Grindavík vegna
þess, live höfnin var hættuleg, og verzla í þess stað í
Bátsendum; hafði árið áður (1639) hafís skemmt hús
kaupmanna í Grindavík og skip braut par opt í ill-
viðrum. Grindvíkingar voru óánægðir með þessa breyt-
ingu, og Brynjólfur biskup Sveinsson fjekk því til leið-
ar komið hjá Friðriki konungi III (3. maí 1650), að
verzlun byrjaði þar aptur1.
jáyrnir (Cirsium arvense) vex nálægt Járngerðar-
stöðum, og er sagt, að hann vaxi þar af því, að blóð
heiðinna og kristinna manna hafi blandazt þar saman,
er Tyrkir rændu í Grindavík 1627. Hraun ganga hjer
alstaðar fram í sjó við bæina, og graslendi er því nær
ekkert. Mörg fell eru fyrir ofan byggðina og prýða
þau mikið landslagið ; það eru núpar og hálsar sunnan
við Fagradalsfjall.
Úr Grindavík fórum við austur á við fram hjá
Hrauni, upp háls hjá Festarfjalli og að ísólfsskála. Mó-
berg er hjer í fjöllunum, en þó víða dálítil dólerít-lög
i) Magnús Ketilsson: Forordninger og aabne Breve, II. bls.
425—27 og III. bls. 25. Finrnir Jónsson : Historia eccle-
siastica Islandiæ III. bls. 641—42.