Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 179
Um áburð.
177
önnur þurr mold, vel fúin veggjamold, sjálfsagt hvað
bezt. þogar ndgu er blandað af moldinni saman við
áburðinn, eins og að framan er sagt, er engin bætta á
ferðum moð stældndið; hún dregur það í sig og heldur
því í sjer, svo að ekkert missist.
Bezt væri að haga húsum svo, að som mest af
hrossataði yrði borið saman við kúamykjuna, einkum ef
hún er geymd í haugshúsi; eykur það ganginn í mykj-
unni, en temprar liann í hrossataðinu. En þar sem
þessu verður ekki við komið, er bezt að láta hrossatað-
ið safnast fyrir í hesthúsunum á rneðan kostur er, og
bera þá salla og mold undir liestana eptir þörfum, svo
að ekki verði of blautt undir þeim. Treðsí þá taðið
saman og uppleysist smámsaman, og er orðið allvel til-
reiddur áburður eptir 8-12 vikna tíma. En til þoss
að svona longi megi safna taðinu, verða hesthúsin að
vera vel há. fegar svo taðinu er mokað út, væri bezt
að flytja það annaðhvort í haugshúsið og dreifa því
yfir mykjuna, eða þá á túnið og dreifa því þar, einkum
ef því verður dreift á auða jörð. En sjo taðið látið í
sjorstakan haug, ætti að láta lag af mold ofan á það.
Sumartaði hrossa væri bezt að safna á sama hátt sem
að vetrinum, en þá þarf að bora töluvert af mold í
hosthúsin á hverjum degi, til þess að þerra fullkomlega
upp þvagið og geyma frjdefni taðsins. En sje sumar-
taðinu mokað daglega eða iðulega út og látið í haug,
þarf að láta moldarlag ofan á það í hvert sinn, og þjappa
öllu vel saman.
Sauðataði verður ekki safnað eða það geymt á
annan hátt betur en venja er til hjá oss. A engan veg
er jafn fyrirhafnarlítið að safna því, eins og að láta
það safnast í húsin undir fjeð, og á engan veg geymist
það betur. J>ar rotnar það og leysist hæfilega, og mun
á vorin vera orðið að miklu leyti tilreidd jurtanæring.
Alla liauga, sem ekki eru bornir á á vorin, og
eiga að geymast yfir sumarið, ætti að þekja utan mcð
A.ndvari X. 12