Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 160
158
Um áburð.
safnað í liaug, sígut- undan lionura vökvi, er vjer köll-
um mykjulög. Lögur þessi er ekki tórat þvag, heldur
er hann sarnhland af þvagi, og þeim rennandi efnum,
sem koma með taðinu. í honum er mikið af fosfór-
sýru. sem er hið dýrmætasta efni taðsins, þó lítið eða
ekkert sje af henni í þvaginu; þar að auki hefir hann
uppleyst lútarsölt (kalí og natron) og holdgjafasamband
þvagsins. Af þessu leiðir, að mykjulögurinn er enn þá
betri áburður en þvagið.
2. Mismunur á saurindum ýmissa dýra.
Hvernig svo sem fóðrið er, þá eru saurindin ætíð
að mörgu ólík úr nautgripum, hrossum og sauðQe.
Tafian að framan sýnir, að efnajöfnuðurinn er mjög
óiíkur; að eðli og útliti er áburðurinn undan þessum
skepnum ekki heldur líkur.
Kúamykjan er mest höfð til áburðar hjer á landi,
enda er líka meira til af benni en mörgum öðrum á-
burðartegundum. Hún er langt um vatnsbornari og
samfeildari en hrossa- og sauðatað, og hefir í sjer
miklu minna af holdgjafa. |>ett,a hvorttveggja veldur
því, að hún er torleyst, köld og verkar seint. Gott er
að blanda miklu af mold, mylsnu og saila saman við
mybjuna, bæði til að þerra upp þvagið og mykjulöginn,
og svo til að gjöra mykjuna meðtækilegri fyrir áhrif
loptsins, en bezt er að blanda brossataði saman við
hana. Mjög er kúamykjan mismunandi að efnagnægð
og gæðum. XJar sem l(irm er gefin mestmegnis taða,
er mykjan kraptmikil, og einkarilega ef svo er til hagað,
að þvag og hauglögur sígur ekki á burt, heldur geym-
ist í mykjunni. En sje kúnum gefið kraftlítið fóður
— útbey—, og sje svo illa hirt um mykjuna, þá verður
hún mjög ljeleg. Kúamykjan á bezt við sendin og þunn-
an jarðveg; hún hefir mikið í sjor af óleystum kolefnis-
samböndum fil moldarauka, og af því mykjan uppleys-
ist seint, er frjósomi honnar líka ondingargóð, þ. e.