Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 6
4
Ferðir á suðurlandi.
inganessmelum er sams konar móberg undir mölinni og
í því liafa fundizt hörpudiskar (Pecten islandicum).
Sumstaðar liggja hvítgrá loirlög frá ísöldinni ofan á
móberginu og dolerítinu, t. d. við Elliðaár og Leir-
vogsá. Yið Elliðaár liefir hraun runnið yfir leirinn og
um hraunið renna árnar; þar eru við árfarveginn stórir
skessukatlar (Jættegryder) holaðir af iðukastinu. Ald-
urshlutföllin milli jarðlaganna við Keykjavík eru þá
þessi: elzt og neðst basalt, eins og í Viðey, síðan
dólerít, þá móberg, þá jökulloir og efst hraun í farvegi
Elliðaánna. Pessar jarðmyndanir, sem nú höfum vjer
getið, ná upp undir Svínaskarð; þá taka við eldri jarð-
lög, gamalt basalt í Kjósarfjöllunum, dálítil móbergslög
milli basaltlaganna hjer og hvar, og á einum stað «lí-
parít" í Móskarðshnúki við Esjuendann. Frá Reykjavík
má glöggt sjá efnið í þessum tindi, því hvítgular lípa-
rítskriðurnar bera svo af við svart basaltið. Gamlar
basaltmyndanir liggja alstaðar að Kjósinni. Sjálf Kjósin
er mikil hvylft, er gengur upp að heiðum norður og
vestur af Fingvöllum; eru heiðarnar þar miklu lægri
en fjöllin til beggja hliða; undirlendið í Kjósinni lxall-
ast hægt og hægt niður að sjó, en skiptist þó í lága
hjalla, liggur liver upp af öðrum; takmarkast lijallarnir
af lágurn berghöptum að framan, en eru sljettir hið
efra. Á Reynivallahálsi eru móbergslög ofan til, einkum
í Sandfelli og þar í kring ; móbergið er þar sumstaðar
stórgert og gulmórautt, sumstaðar í smágjörvum, sand-
kenndum lögum, og eru þau margvíslega bogin og
samtvinnuð. Hraunmolarnir í móberginu eru sumstaðar
þjcttir, en optast holóttir eða bræddir sem gjall. Ba-
saltfjöll eru alstaðar kringum Hvalfjörð og hallast lögin
inn á við (víðast 2—3°). í múlanum við Brynjudal
eru sumstaðar móbergslög á milli. fetta sjest t. d.
við fossinn í Brynjudalsá; hann fellur fram af basalt-
hömrum, en móbergslag er undir; af því nú móbergið
er linara en basaltið, hefir þar myndazt hellir, Bárðar-