Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 80
78
Um að safna fje.
konar munur á lítilli upphæð og stórri upphæð. eins
og á nýgræðingnum og hinu fullvaxna trje; það er að
eins tímamunur, ef hvort um sig fær að njóta sín; en
sá, sem upprætir nýgræðinginn, eyðileggur með því hið
fullvaxna trje; svo fer og þoim, sem eyðir því, sem
gæti orðið efni í mikla upphæð. Nokkur dæmi geta
ef til vill gjört þetta áþreifanlegra og sýnt, hve þýð-
ingarmikið fje, þó lítið sje, getur orðið á löngum tíma.
Jeg gjöri ráð fyrir í dæmum þeim, er hjer fara á eptir.
nema 4. dæminu, að fjeð gefi af sjer 4% vexti árlega,
hvort sem menn vcrja því sjálfir eða lána það öðrum.
1. dæmi. Tveir menn tvítugir erfðu sínar 1000 kr.
hvor, og höfðu þeir báðir fje sitt á vöxtum; þegar þeir
voru komnir undir sjötugt var annar lcominn á sveit,
en hinn var þá eigandi að meiru en 2000kr.; þetta þótti
því -undarlegra, sem eigi var sjáanlegur neinn munur á
útsjón þeirra og dugnaði eða tilkostnaði og aflabrögð-
um; hjer þarf holdur eigi að hafa verið mikill munur;
að cins það, að annar hrúkaði tóbak fyrir 14 kr. á ári,
en liinn eigi, gat gjört allan muninn.
2. dæmi. Tveir menn, Árni og Bjarni, reistu bú
hálfþrítugir á eignarjörðum sínum; Árni átti góða jörð,
5000 kr. virði. en jörð Bjarna var rýrðarjörð meir en
helmingi minna virði; að öðru leyti voru þeir jafnt
efnum komnir. Árni hugsaði eigi um annað en að
komast svo af, að eigi gengi af sjer, en Bjarni fór
öðru vísi að; hann hugsaði sem svo: «J>ó ástæður
mínar sjeu eigi eins góðar og ástæður Árna, þá væru
þær þó lakari, ef jeg þyrfti að gjalda eptir jörðina,
eins og bóndinn, scm lijcr var á undan mjer; eigi að
síður treysti jeg því, að jeg mundi hafa komizt af, eins
og hann, og til að reyna þetta, vil jeg láta sem jeg
væri leiguliði og gjalda sjálfum mjer 80 kr. á ári i
landskuld og leigur eptir jörðina«. Þessu hjelt hann
áfram fram undir áttrætt og átti þá bú helmingi meira
en hann liafði átt uppliatlega; jörðin var orðin þriðjungi