Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 83
Um að safna fje.
81
byggingar komnar á hvern bæ; góður barnaskóli var
fyrir löngu kominn á fó't, og nokkrum unglingum var
árlega veittur styrkur til að afla sjer frekari kunnáttu
annarstaðar; þetta var allt greindum 1000 kr. að
þakka.
Nú getur verið, að einliver efist um, að vextirnir
sjeu í raun og veru svo miklir, sem hjer er bent á,
því það liggur engan veginn í augum uppi; það kann
t. d. mörgum að þylcja ótrúlegt, að þrír feðgar geti í
vinnumennsku safnað hálfri miljón króna og það án
þess að fá mikið kaup eða hafa neina sjerstaka gróða-
útvegi; þetta er þó engum efa undirorpið, og því til
sönnunar vil jeg setja lijer töflu, er sýnir, að með 4%
árlegum vöxtum tvöfaldast 1000 kr. á 17 árum 35
vikum :
Renta. Höfuðstöll að árinu liðnu. Renta. Höfuðstóll að árinu liðnu.
Kr. Kr. Kr. Kr.
1. árið. 40,00 1040,00 LO. árið 56,93 1480,24
2. — 41,60 1081,60 11. — 59,21 1539,45
3. — 43,26 1124,86 12. — 61,58 1601,03
4. - 45,00 1169,86 13. — 64,04 1665,07
5. — 46.79 1216,65 14. — 66,60 1731,67
6. - 48,67 1265,32 15. — 69,27 1800,94
7. — 50,61 1315,93 16. — 72,04 1872,98
8. — 52,64 1368,57 17. — 74,92 1947,90
9. — 54,74 1423,31 á 35 vik. 52,30 2000,20
Eins og 1000 kr. verða á 17 árum 35 vikum 2000
kr., svo tvöfaldast einnig hver annar höfuðstóll á sama
tíma. Greindar 2000 kr. verða því eptir önnur 17 ár
35 vikur orðnar 4000 kr. og eptir þriðju 17 ár 35 vik-
ur eða að liðnum alls 53 árum 1 viku verða þær
orðnar 8000 kr. Tafla sú, er hjer fer á eptir, sýnir, á
hve mörgum árum liver liöfuðstóll tífaldast, hundrað-
Audvari X.
6