Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 90
88
Um að safna fje.
önnur eign aukist; kafi einn maður varið fje til að
sljetta tún, byggja steinliús eða hlaða grjótgarða, og
hann á son, sem eyðir öllum arfi sínum, þá gjörir
hann þó eigi túnið þýft aptur, nje rífur húsið, nje
flytur burtu grjótið, og þó hann selji þetta og eyði
verði þess, þá verður landið þó eigi þeim mun fátækara
af lausafje sem jarðabótinni svarar, eða það skarð fyll-
ist fljótt aptur, samkvæmt því, sem áður er getið.
Kindinni er að náttúrlegu eðli eigi hættara við að deyja
úr hor en kúnni, en með því að menn í ýmsum sveitum
eru vanir þeim sið, að hafa minni fyrirhyggju fyrir
sauðfjenu en kúnum, þá er sauðfjeð hjá þeim valtari
eign. Um hvers konar nytsama kunnáttu og góða
venju í atvinnuvegum er það að segja, að þcgar hún
einu sinni er orðin almenn, þá þarf mikið til, að hún
týnist aptur ; hún getur hafa kostað fje, en hún er og
ígildi mikillar og varanlegrar eignar.
það var áður sýnt, hvernig fjeð vex við margföld-
unarsöfnunina og getur eins og sjálft bætt stöðugt við
sig meiru og meiru, en kvernig stendur eiginlega á
því, að fjeð gelur þannig farið sívaxandi ? Sumir líta
hjer að eins á vexti af leigufje; en nú er það einatt,
að menn, sem fje fá að láni, gjöra það út úr neyð, til
að gjöra lánsfjeð jafnskjótt að eyðslueyri; þegar svo
stendur á, þá fer hagur lántakandans einatt síversn-
andi, og svo gæti virzt, sem það, að eign lánveitand-
ans fer vaxandi, lægi að eins í því, að hann drægi til
sín eign lántakandans, en þessu er eigi þannig varið;
fjeð liefir undir stjórn mannvitsins sannarlegt þroskun-
arafl í sjer fólgið, eptir föstu náttúrulögmáli, og það er
að eins skakkri moðferð að kenna, ef fjeð sýnir eigi
þann vaxtarkrapt, sem því er eðlilegur, þann krapt,
sem með tímanum þúsundfaldar hvert krónuvirði; að
vísu verður það, sem við bætist, eigi af engu fremur
en neitt annað, en fjeð gjörir það að verkum, að nokk-
uð, sem án þess liggur ónotað, verður að notum, að