Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 23
Ferðir á suðurlandi.
21
undir liggja; á einum stað sjest pó nálægt sjónum, að
liraunið hefir runnið yfir göturnar. Nýja firaunið hefir
broðalega umturnazt, pegar það fjell út 1 sjóinn, en
brimið er nú liúið að jeta æði-mikið framan af; stórar
gjár og hellar hafa holazt út í liraungrýtið, og er allt
fágað og sleikt af sjónum; klungrin í hrauninu við
sjóinn, hrimlöðrið og sogið í gjínum, allt er mjög stór-
kostlegt og draugalegt, einkum á kvöldin, enda er sagt,
að par sje mjög reymt í Draugagjá og Melvík. Hlíð-
arnar upp af Stakkavík og Hlíðarvatni eru allar irr
dóleríti; stór hjörg mjög einkennileg liggja alstaðar fyr-
ir neðan, en pegar kemur út eptir fyrir ofan Herdísar-
vík, kemur móberg franr undan dólerítinu, og helzt
pað í neðri hluta fjallsins allt út í Geitahlíð.
Selvogur er allmikið fiskipláss, pó æði sje par
brimasamt og skerjótt fyrir landi; graslendi er sáralítið,
en beit allgóð í heiðunum; sandfolc gjörir mikinn skaða,
enda er lítið gjört til að hepta það, nei, þvert á móti,
melgrasið er rifið upp og notað í meljur, og lyngið og
víðirinn í heiðunum er rifinn í eldinn, og svo blæs
náttúrlega liinn sendni jarðvegur allur í sundur, og
þaðan fýkur svo yfir betri blettina. Ibið er hjer sem
víða annarstaðar á íslandi, þar sem land gengur úr
sjor, að það er mest mönnunum að kenna ; hugsunar-
leysi og stundarliagnaður liafa gjört landinu milcinn
skaða. Víða má sjá, að miklu meid byggð hefir verið í
Selvogi fyrrum; stórkostlegar garðldeðslur sjást því
nærri alstaðar í sandinum, en nú er þar allt blásið
upp, og ekkert stingandi strá; mest kveður að þessum
garðhleðslum fram moð ströndinni milli Strandakirkju
og Vogsósa, og nálægt kirkjunni eru rústir og garðar
af bænum Strönd, sem fyrir löngu er kominn í eyði.
Strandakirkja, sem svo margir heita á, stendur nú ein
fjarii byggð á kringlóttum grasfleti (kirlcjugarði), sem
vindurinn hefir rifið sandinn frá, svo liátt er niður af
honum til allra hliða, en enginn garður í kring. Fyrir