Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 54
52
Ferðir á suðurlandi.
fært, en að llýja til byggða. Húðarigning var, þcgar
við fórum af stað, og svarta-poka í hálsinum; klöngr-
uðumst við þó upp hálsinn, þó illt væri að koma
hestunum, og komumst eptir nokkra hrakninga á stíg
niður að Vigdísarvöllum ; fórum við síðan yfir Sveifiu-
háls Hettuveg að Krísuvík. Vegur þessi er mjög bratt-
ur og liggur hátt. |>ar eru enn þá efst í hálsinum
ýmsar hveraleifar, sundursoðinn jarðvegur og brenni-
steinsblandinn á stöku stað. Dvöldum við síðan nokkra
daga í Krísuvík hjá Árna sýslumanni í góðu yfirlæti.
Áður en jeg fór af Selvöllum hafði jeg skoðað
nokkuð af Trölladyngju, og nú fór jeg nokkrar ferðir
þangað frá Krísuvík, þegar veðtið var orðið bærilegt,
og mældi þar og skoðaði eins nákvæmlega og jeg gat;
fjallið er þess vort, því það er eitt með moiri eldfjöll-
um á íslandi.
Núphlíðarháls, sem opt hefir verið nefndur, er hjer
um bil 2 mílur á lengd, og gengur frá suðvestri til
norðausturs nærri niður að sjó upp af Selatöngum, og
nær noröur undir Undirhlíðar, bjer um bil jafnlangt og
Sveifluháls. Háls þossi er allur úr móbergi, allbár, víð-
ast 12—1300 fet og sumstaðar hærri; ofan á honum
eru víðast 2 jafnhliða hryggir, með mörgum kömbum
og nybbum, tindum og skörðum. Við háls þennan liafa
orðið mikil eldsumbrot, og eru iangar gígaraðir beggja
megin. Nyrzti endinn á Núphlíðarhálsi klýfst í.sundur
í tvær álmur og er Trölladyngja á vestari álmunni.
Framhald af eystri álmunni eru Máfahlíðar, og eru
þær nokkurs konar lijalli niður af Undirhlíðum, sem
ganga norður og austur frá endanum á Sveifluhálsi; þó
eru á Máfahlíðum dálitlir hvassir móbergstindar. Dal-
urinn milli Núphlíðarháls og Sveifluháls er fullur af
liraunum, og hafa þau öli komið upp að vestanverðu
úr gígum, sem annaðhvort eru utan í hálsinum eða
rjett fyrÍL' neðan liann; úr Sveifluhálsi liafa hvergi hraun
runnið, og þar eru engir gígir noma nokkrir mjög