Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 15
Ferðir á suðurlandi.
13
þar er Svínahrauu á leiðinni, sem síðar skal betur sagt
frá, og vegurinn nafnfrægi.
Trá Kolviðarhól fórum við upp á Hellisheiði til
þess að skoða hraunin þar og settumst að í Hverahlíð-
um undir Skálafelli og lágum þar í tjaldi nokkra daga.
Hagar eru þar allgóðir, en alvog vatnslaust, svo við
gátum ongan vökva fengið, nema með því að bræða
snjó.
Um eldgosið árið 1000 er getið í Kristnisögu. Menn
komu sjer eigi saman um jiað á alþingi, hvort kristni
skyldi lögtaka eða eigi. »J>á kom maðr laupandi, ok
sagði, at jarðeldr var upp kominn í Ölfusi, ok mundi
hann laupa á bæ J>órodds goða. J>á tóku heiðnir menn
til orðs : eigi er undr 1, at guðin reiðist tölurn slíkum.
]>á mælti Snorri goði : Um hvat reiddust guðin þá, er
er hér brann raunit, er nú stöndu vér á». — Hraun
þetta heiir komið úr tveim stórum gígum við Hellis-
skarð og runnið síðan í suður og niður í Ölfus. Heiðin
er öll þaldn gömluin hraunum, en undir cr móberg;
sjest það vel í brúnunum upp af Kolviðarhóli við
Hellisskarð; sumstaðar sunnan í heiðinni eru smá ba-
saltlög innan um móbergið; sjest þetta t. d.. fyrir ofan
Gnúpa við Gnúpastíg og víðar. Purrárhraun þetta
hefir komið úr stórri sprungu, sem er nálægt Hellis-
skarði og nær hún upp undir Hengil frá norðaustri til
suðvesturs; uppi við Hengil eru smágígir gamlir á
þessari sprungu, en sunnar eru þeir hinir stóru gígir
tveir, er ]>urrárhraun rann úr. Syðri gígurinn heíir
myndazt utan í móbergshnúk, og eldborgin er því liálf
úr móbergi; þessi gígur er 258 .fet á hæð, en hinn
nyrðri 220 fet; milli þeirra hofir úr sprungunni oliið
mikið af hrauni og er þar hlykkjóttur garður af mörg-
um samtvinnuðum óreglulcgum smágígum, sprungum,
gjám og gjótum, og nokkuð líkt er suður af syðra
gígnum. Báðir stóru gigirnir eru sundurtættir af óreglu-
legum sprungum niður úr gegn og liafa smærri gígir