Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 29
Ferðir á suðurlandi.
27
allur úr vnóbcrgi, og á honum ótal tindar og hnúkar;
hvergi heiir gosið í þessum hálsi, og engin eru þar
eldmerki, nema mjög gamlir gígir við suðurenda háls-
ins nálægt Mælifelli. Hálsinn er víða sundursoðinn af
súrum eldfjallagufum, og þar liafa, of til vill, einmitt
þess vegna engin gos komið, af því að gufurnar höfðu
þar stöðuga útrás; annars eru öll fj'öllin og dalirnir í
kring sundurrótaðir af jarðeldum og eintómar gígaraðir
fram með hverri lilíð. Undii hlíðar eru nokkurs konar
áframhald af Sveiíiuhálsi, eða þó öllu heldur hjalli, er
gengur út undan norðurenda lians, og halda þær áfram
norður fyrir Helgafell. Fram með Undirhlíðum eru
margar gígaraðir, og eru sumir eldgígirnir upp á rönd
þeirra rjett við Helgafeli. Frá gígum þessum hafa mikil
hraun runniö. Undir miðjum lilíðunum eru mjög ný-
legir gígir; þcir hafa hlaðizt upp úr uppblásnum hraun-
steinum, sem er tyldrað hverjum ofan á annan, og eru
þeir því fjarska brattir. Aðalgígurinn er 70 fot á hæð
og hefir 40—50° lialla út á við. Úr þessum gígum
hefir Kapoliuhraun runnið niður í sjó sunnan við Hafn-
arfjörð. J>etta hraun hefir eflaust runnið síðan land
byggðist; útlit þess bendir til þess, og í fornum bók-
um er það kaliað Nýja-hraun, þannig t. d. í Kjaln.es-
ingasögu, og í íslonzkum annálum er sagt frá því, að
skip hafi brotnað 1343 við Nýja-hraun fyrir utan
Hafnarfjörð. Kapelluhraun hefir runnió niður með hlíð-
unum fyrir neðan Ivaldársel niður að Stórhöfða, en
boygir þar frá þeim til vesturs og norðurs. Sumir
eldgígarnir og liraunstraumarnir við Helgafell eru mjög
nýlegir. Á einum stað sá jeg þar mjög oinkennilegan,
sjcrstakan liraunblett; hraunið hafði runnið út úr smá-
liolum utan í litlu melbaröi og fossað niður í smá-
lækjum eins og uppsprettur; engir gígir höfðu samt
myndazt, eins og vant er að vera við hraun, heldur
liafði hraunlcðjan beinlínis oliið á nokkrum stöðum út
úr sprungu í meibarðinu; sprungan sjest eigi, en opin