Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 74
72
Ferðir i suðurlandi.
stöðvast gufurásin að neðan, gufurnar safnast fyrir. og
lcasta öllu upp, sem niðri er í kvernum. Strokkur
getur gosið 80—100 feta hátt, en eigi cr eins fagurt
að sjá gos hans eins og Geysis, því að af mold og
torfi eru bunurnar mórauðar, sem upp koma. Einkar-
fagurt er aptur á móti að sjá hann gjósa af sjálfsdáð-
um. Zirkel lýsir slíku gosi. Eggert Ólafsson segir, að
koma megi Geysi til gosa á sama hátt.
Suðvestur af Geysi, ofar í brekkunni, er Blesi; það
er stór mjög fögur hveraskál, úr mjallahvítu hvera-
hrúðri, með blágrænu sjóðandi heitu vatni, og líkist
mjög sumurn hverunum hjá Hveragerði í Ölfusi. Blesi
er eiginlega tvær skálar og hrúðurveggur á milli, barm-
arnir skúta fram, kögur og alls konar myndir af
mjallahvítu hrúðri í krystaltæru vatninu er undra-
fagurt á að líta. Að lýsa þessum hverum og hinum
öðrum í kring nákvæmlega, mundi verða of langt fyrir
þossa ritgjörð, og mun jeg gjöra það annarstaðar. Hjer
læt jeg mjer nægja að minnast á hið allra-helzta.
Hverirnir kring um Geysi hafa, eins og liverir
annarstaðar á Islandi, tekið miklum breytingum, eink-
um þó af landskjálptum. Snemma hafa monn tekið
eptir því, að blutir urðu steindir, er þeir voru látnir
ofan á í hveri; þess er t. d. getið í Konungsskuggsjá;
hins sama getur Saxo Grammaticus í formálanum við
Danmerkursögu sína. J>egar Hekla gaus 1294 er þess
getið í annálum, að breytingar hafi orðið : »í Eyjarfjalli
hjá Haukadal komu upp hverir stórir, en sumir hurfu,
þeir sem áður voru"1. Brynjólfur biskup Sveinsson
nefnir hverina við Haukadal fyrstur seinni manna, og
ljet hann ull í Geysi, til þess að sjá, hvort hún gæti
orðið að steini, jafnvel þó hún væri svo lin. í sýslu-
lýsingu af Árnessýslu 1746 er Geysi lýst2; þar er sagt,
1) Isl. annálar, bls. 169.
2) Kálund : Bidrag til en hist. topogr. Beskrivelse af Island, II. 407.