Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 166
164
Um iburð.
ávallt gjöra ráð fyrir, að mikið af þeim verður elcki
hirt, og er því að líkindum nóg að reikna holming af
því, sem nú var talið. Mannasaurindi, einkum þvagið,
breytist fljótt í jurtafæðu, og gjörir skjót en skammvinn
áhrif á gróðurinn.
3. Breytíngar þær, sem áburðurinn þarf að fá, til þess að verða
jurtanæring,
Öll þau efni, sem eiga að verða jurtunum til nær-
ingar, þúrfa að vera uppleyst og samlöguð vatni, því
engin föst efni geta jurtirnar tekið til sín. Einungis
það af frjóefnum jarðarinnar, sem vatnið getur full-
komlega uppleyst og samlagað sjer, getur gengið inn í
jurtirnar og sameinast þeim. Ef maður mylur viðar-
kol og gjörir það að afarsmáu dusti, og hrærir dustið
síðan saman við vatn, þá blandast það að vísu saman
við vatnið . og gjörir það gruggugt um stund, en það
skilur sig frá vatninu aptur, þegar það fær tíma til, af
því það hefir alls eigi getað samlagast því. Taki mað-
ur þar á móti mola af matsalti, mylji hann og hlandi
saman við vatn, þá hverfur saltið þegar í stað. |>að
gjörir vatnið ekki gruggugt, heldur leysist upp og sam-
lagast því nákvæmloga, og skilur sig ekki frá því aptur.
Öll efni, sem þannig geta samlagast vatninu, án þess
að gjöra það gruggugt, og án þess að setjast til eða
skiljast frá því aptur, eru kölluð leysanleg (þ. e. þau
renna í vatni); en þau efni, sem eklci samlagast vatn-
inu, þó þeim sje blandað saman við það, og skiljast frá
því aptur á lengri eða skemmri tíma, þau eru kölluð
óleysanleg (þ. e. þau renna ekki í vatni). Mjólkin er
ógagnsær lögur, sem samanstondur af vatni, feiti, sykri,
ostefni og söltum. Sum af efnum mjólkurinnar eru
uppleyst og samlöguð vatninu, nofnil. ostefnið, sykrið
og söltin; en aptur er feitin ekki uppleyst, ekki samlög-
uð því, lieldur í afarsmáum lcúluxn eða bólum blönduð
saman við það, og ef mjólkin stendur fyrir, skilur feitin