Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 133
Um súrhey.
131
lcgastur. Hann kostar að vísu mikið í upphafi; en
slíkar gryíjur geyma líka heyið svo, að engin tugga
skemmist, ef vel er búið um að ofan. Jeg tel líklegt,
að vel megi komast af með að hlaða gryfjuna innan
með rótgóðu torfveggja-efni, en betra mundi þá vera
að hlaða tvíhlaðinn vegg innan í gröfina, en gilda ekki
upp í eða einhlaða, því hleðslan sígur, en jarðvegurinn
í kring sígur ekki, og væri hætt við, að hún spryngi
inn, ef hún væri þunn, og ekki fullkomlega sjálfstæð.
Bezt væri að grafa ekki dýpra en svo, að veggirnir
stæðu svo sem 2 fet upp úr jörðu. Veggirnir þurfa að
vera vandlega hlaðnir, sljettir vel að innan, og flá lítið
eitt jafnt neðan frá gólfi, hjer um bil 1—2 þuml. á
alin. Hornin á tóttinni eða gryfjunni að innan ættu
ekki að vera hvöss, heldur bogadregin. Eins og það
er áríðandi, að hliðar gryfjunnar sjeu vandlega hlaðnar,
svo þjettar sem verður, til þess að lopt komist livergi
að gegn um þær, og sljettar, svo lieyið sígi jafnt niður
með þeim og liggi hvervetna þjott við þær, eins þarf
líka að sjá um, að botninn í gryfjunni sje þjettur,
sljettur og þur. Ef jörðin er þjett í sjálfu sjer og
leirborin, þarf varla annað við botninn að gjöra en að
tyrfa fiann með þurru torfi, eða jafnvel að láta lag af
þurrum rudda undir; en sje hann sendinn eða opin
möl, væri vissara að leggja þykkt lag af leir (smiðju-
mó) á botninn, troða það fast og steinleggja svo yfir,
svo sljett sem unnt er, og þjetta einnig milli steinanna
með leir, og tyrfa svo þar á ofan. Ef minnsti grunur
getur verið um, að vatn komi upp í gryfjunni, er
sjálfsagt að leggja djúpt lokræsi utan með í henni áður
en byrjað er að hlaða veggina, svo lokræsið verði undir
þeim. íb'ss vorður einnig að gæta, að vatn ekld geti
hlaupið ofan með lileðslunni og sígið svo inn um hana
inn 1 heyið. Vel má gjöra súrhey í tótt, sem öll er
ofanjarðar, ef hún or vel hlaðin, og að öðru leyti
hentug; en því fylgir sá ókostur, að þá er langt um
9*