Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 43
Ferðir á suðurlandi.
41
Skammt, fyrir utan Reykjanes, l2/3 mílu frá landi,
er Eldey. |>að er hdr klettur eða oy þverhnypt upp úr
sjó, en flöt að ofan; sjest hún víðast af fjöllum um
allan Reykjanesskaga, af því að bergin eru svo há og
.snarbrött og eyjan svo einstök. Hún er ekki ólík að
útliti Drangey á Skagafirði. Áður á dögum var Eldey
kölluð Dýptarsteinn. Eldey er auðsjáanlega mynduð úr
móbergi, eins og Valahnúkur og önnur fell á nesinu;
en öll eru bergin hvít af fugladriti. Nokkru utar er
Eldeyjardrangur og hjer um bil ll/2 mílu fyrir suð-
vestan Eldey er Geirfuglasker; hálfri mílu þar fyrir ut-
an Geirfugladrangur. og enn utar Eldeyjarboði. Öll
þessi sker liggja í sömu stefnu, eins og allar eldsprung-
ur, gjár og gígir á Reykjanesi, nefniliega frá norðaustri
til suðvesturs. Hjer liafa margopt orðið mikil gos á
mararbotni, og nokkrum sinnum er þess getið, að
skotið hafi upp eyjum við gosin, en svo hafa þær horf-
ið aptur, eins og náttúrlegt er. Eyjar, sem koma upp
við gos á inararbotni, eru optast eigi annað en gjall
og hraunhrúgur, som hafa tyldrazt svo hátt upp, aö
þær ná upp úr sjónum, en af því að þær eru svo
lausar í sjer, er brimið fljótt að brjóta þær og jafna
yfir. Þetta hafa menn sjeð í Miðjarðarhafi og víðar.
Fyrsta gosið, sem getið er um, varð 1211; urðu þá
miklir jarðskjálptar á Suðurlandi og ljetust 18 menn,
og fjell alhýsi á fjölda bæjum. |>á fann Sörli Kolsson
Eldeyjar hinar nýju, en hinar voru horfnar, er alla
æíi höfðu áður staðið1. í Biskupasögum er gos þetta
sett í samband viö andlát Páls biskups, og sagt. að
allar höfuðskepnur hafi þá sýnt hrvggðarmerki á sjer.
Ár 1226 gaus aptur fyrir Keykjanesi, og var þá mikið
öskufall2, og eins 1231 og 2383; 1240 var þar enn
1) ísl. annálar bls. 88. Biskupa sögur I. bls. 144, 145 og 503.
2) ísl. ann. bls. 100—102. Biskupa sögur I, bls. 546.
3) ísl. ann. bls, 112.