Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 131
Um súrhey.
129
öll hoyin fullþur og óhrakin í garð. J>aö liofir opt
komið fyrir, og getur komið fyrir enn, að töður og út-
hey eru að hrekjast allan sláttinn, og lítið næst inn
fyr en um rjettir, og þá að miklu leyti ónýtt og óæti-
legt, og skaðinn, sem af þessu loiðir, getur þá skipt
hundruðum, jafnvel þúsundum króna fyrir einn bónda
á einu óþurrka-sumri; væri miklu kostandi til þess, að
geta sneitt hjá slíku tjóni.
Eitt af því, sem gjöra má í því skyni, er að búa
sig svo undir, að gjöra megi súrhcy úr meira eða
minna af heyjunum, hvc nær sem veðráttan bendir til,
að á því þurfi að halda.
Sá, sem hugsar sjer að gjöra súrliey, ætti að af-
ráða som fyrst, eptir að grasið er slegið, hvort hann
gjörir súrhoy úr því eða ekki; því aðgætandi er, að sje
grasið einu sinni orðið hrakið, hati rignt og þannig
misst mikið af næringarefnum, þá fær það ekki þann
missir bættan, þó súrhey sje gjört úr því. Þegar mik-
ið hey er fyrirliggjandi, og ólíkt að gæðum, t. d. taða
og úthey, og á því leikur, hvað skal súrsa, og hvað
skal bíða þerris, þá held jog rjettast, að súrsa bezta og
kraptmesta lieyið, því mestur er skaðinn, ef það hrekst
til lengdar, og sjálfsagt þykir, að forða því fyrst, sem
fjemætast or. Súrheyið vcrður líka því betra, sem
grasið, sem það er gjört úr, er betra og kjarnmeira, og
jeg tel vafasamt, að súrhey geti orðið ætilegt úr lang-
hröktu eða kynslæmu grasi eingöngu. Af tilrauu
minni í sumar með hána og fjárbælistöðuna þykist jeg
sjá, að afbragðsgott súrhcy geti orðið úr töðu, há og
öðru kjarnmiklu grasi. Að vísu sýnist útheyið, sem
jeg ljet undir og ofau á hafragrasið, benda til, að einn-
ig geti orðið all-ætilegt súrliey úr lakara grasi; en jeg
tel mjög ólíkíegt, að þetta hey hefði orðið eins gott,
ef það liefði verið eitt út af fyrir sig, og er þvert á
nróti liræddur um, að það hcfði orðið all-óætilegt; efra
lagið, som cr miklu betra en það neðra, hefir dregið í
Andvari X. 9