Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 118
116
Um alþýðumenntun.
Flutt 8500 kr.
5. Fyrir Ijós og eldivið til skólans .... 300 —
6. Meðgjöf með 16 piltum 200 kr. með liverjum 3200 —
Alls 12000 —
Áætlun þessi er, eins og við má búast, alls eigi
nákvæm. Jcg hef ekkert minnzt á kostnað til kyn-
bótatilrauna, sem gæti þó orðið talsverður, og jeg ótt-
ast jafnvel fyrir, að áætlunin kunni sumstaðar að
reynast fremur of lág en of há. Upphæðirnar eru samt
orðnar allmiklar eptir íslenzkum mælikvarða, og jeg
býst við, að sumum kunni að vaxa þær í augum. Ár-
legi kostnaðurinn er að vísu meiri en það, sem kostað
er til Möðruvallaskólans, en varla mun duga að gjöra
ráð fyrir öðru, en að fullkominn búnaðarskóli kosti
meira en gagnfræðaskóli. Verið getur, að til sjeu þeir,
sem ekki þyki kostandi svona miklu upp á búnaða -
skóla, því ekki sje mikils von í aðra hönd. Jeg verð
samt að halda, að enginn skóli borgi sig betur, svo
framarlega sem það orð stendur stöðugt, að landbúnað-
urinn sje aðalatvinnuvegur vor, og í tauninni si viss-
asti, með allri þeirri vanhirðingu, sem hano sætir, og
svo framarlega sem nokkuð er hæft í því, sem menn
nú hafa fyrir satt, að búnaður vor geti tekið miklum
breytingum lil bóta, og gefið margfaldan arð af sjer
við það, sem hann nú gefur.
Jeg hi‘f sagt, að vjer þyrftum að fá cinn viðunan-
lega fullkominn og vísindalegan búnaðarskóla á landinu,
og óráð væri, að stofna íleiri slíka; en þar með er ekki
sagt, að ekki geti verið gagn að ófullkomnari skólum
mcðfram. J>es?i eini skóli ætti að geta nægt oss að
mörgu leyti; en bann þyrfti að vera allstór, til þess að
geta dreift verklcgri kunnáttu nógu fljótt um land allt.
Pess vegna gotur verið spursmál um, hvort hentugt sje
að gjöra skólann mjög umfangsmikinn, og hvort ekki
muni hollara að hafa einn minni skóla í hverjum lands-
fjórðungi, nema þeim, sem hann væri í, er kenni hið