Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 216
214
Um áburð.
áður graíinn fjársjóður, og mismunurinn í rauninni lítill
frá því sem áður var, nema í þrifnaðarlegu tilliti. Rjett-
ast væri að ganga að haugunum og grafa þá upp og
flytja út um túnið í ílög undir þakningu, og þar sem
ætti að sá, og setja þannig smámsaman allt það fje á
vöxtu, sem í þeim var fólgið. Hið sama er að segja um
gamlar tóptarrústir. Að sljetta mikið af þeim niður í
oinn byng og þekja yfir, er að vísu betra en að láta
rústirnar sífellt standa óhreyfðar, til óþrifnaðar og lýta;
en bezt mundi þó vera að flytja moldina úr þeim smám-
saman saman við áburðinn, á tún og engjar, og í flög
og sáðlendi, sem moldarsnautt væri; með þessu móti
gæti maður liaft tífalt, máske hundraðfalt gagn af rnikl-
um rústum, til móts við það að sljetta þær allar niður
í einn byng og þekja yfir. Að endingu má nefna sótið,
sem venjulega liefir í sjer mikið (allt að 6°/0) af brenni-
steinssúru stækindi, er það því hinn bezti áburður, og
verkar skjótt; en af því að brennisteinssúrt stækindi er
auðleyst salt, skolast það úr, ef sótinu er kastað þang-
að sem vatn kemst að, og ætti því að safna sótinu með
öskunni í sorphúsið; en hjer á landi er í rauninni ekki
mikið um sót til þess að gera og ekki annarstaðar en
þar sem matsuðuofnar eru viðbafðir, því í eldbúsum
með opnum blóðum er ekki auðvelt að safna því, svo
nokkru muni. í öllum eldivið er mikið af holdgjafa og
brennisteinssýru; en hversu mikið af efnum þessum
verður eptir með sótinu, fer að nokkru leyti eptir því,
hvcrsu þurrt eldsneytið er, og bversu inikill dragsúgur
er gegnum ofninn og reykpípuna ; því deigari sem eldi-
viðurinn er, og því minni sem súgurinn er, því meira
sezt af sóti innan í ofninn og pípuna, og því minna
missist þá með reyknum af holdgjafa og brennisteins-
sýru eldiviðarins.
Jeg skal að síðustu að eins nefna nokkur stoinefni,
sem víða er höfð til áburðar erlendis, en sem jeg tel
þó ekki líklegt að tilvinnandi sje fyrir oss að seilast