Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 112
110
Um alþýðumenntun.
svo að eins ekld lcngri tíma, að lærisveinar sjeu vel að
sjor í almennirai fræðum ; að öðrum kosti mundi ekki
veita af 4 vetrum. Hvað verklega námið áhrærir, þá
held jeg að þeir piltar, sem eru lagvirkir og kunna
alla algenga vinnu, þegar þeir koma á skólann, muni
geta fengið sæmilega æfragu 1 flestum jarðyrkjustörfum
á tveimur árum; en sjeu þeir lítt vanir vinnu, þegar
þoir koma, þá verður þeim verknaðarnámið torsóttara,
og væri þeim þá sjálfsagt mikið gagn að vera 3 sumur
á skólanum.
Pó það sje nú aðalætlunarverk búnaðarskólanna að
kenna ungum mönnum búnaðarfræði og búnaðarstörf,
þá verður að ætla þeim íleira. Yið marga búnaðar-
skóla eru gjörðar ýmsar tilraunir með óreyndar rœktar-
jurtir\ nýuppfundin verkfœri\ nýjar aðferðir; nýja
tilhögun á húsum ; kynbœtur húsdýranna og endur-
bætur á fóðrun og meðferð þeirra, og margt fleira,
sem mönnum helir komið til hugar að gæti verið til
einhverra framfara. fað er mjög svo eðiilegt, að bún-
aðarskólunum sjo ætlað ekki einungis að kenna það,
sem menn vita að heppnast vel, lieldur einnig að reyna
það, sem óvíst er að heppnist, til þoss að taka ómalc
af oinstökum mönnum að gjöra óvissar tilraunir. Bún-
aðarskólinn þarf að vera fyrirmyndarbú, ef hann á að
vera fullkominn; þar verða að vera vandaðar og hagan-
legar byggingar fyrir allan fjenað og til annara þarfa,
auk skólahússins, og þar verða að vera öil búsáhöld í
bezta lagi, og verkfæri til fyrirmyndar. Vjer vorðum
nú að fá öll jarðyrkjuverkfæri frá öðrum löndum, og
má ekki lengi svo búið standa, ef bændur fara almcnnt
að stunda jarðabætur. Begar verkfæri eru fengin frá
öðruin löndum, verður það allopt undir heppni komið,
hvort vjer fáum það, sem á við hjá oss, eða ekki.
Ymsar ástæður hjá oss heimta sjerstök eða sjerstaldega
löguð verkfæri, og væri mjög æskilegt, að í minnsta
lagi á einum stað á landinu væru smíðuð öll hin