Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 9
Ferðir á suðurlandi.
7
heitasta gatinu var 82° hiti (C); en í flestum hinum
80°. Á Bæ er laug neðarlega í túninu; þar er 56° hiti.
Frá Stafholtsey fdr jeg meðal annars yfir Skarðsheiði
út að Leirá. Við Andakílsá gagnvart Fossum er laug;
hún er undir melbarði; renna þar 3 lækir niður, allir
volgir, heita vatnið kemur upp um mörg göt; hiti er
þar mestur 4b°. í kringum þessa voleu læki er mikill
jurtaeróði, og þar vex vatnsnafli (hydrocotyh'). Efst á
Skarðsheiði er dálítið af kalki utan í basalthiygg, og
við upptök Leirár er líparít í fjallinu, og borast hnull-
ungar af því niður allar eyrar. Við Leirá er á einum
stað, nokkru fyrir neðan Biskupsbrekku, laug í árbakk-
anum; volga vatnið fellur niður smá-basaltkletta niður
í ána. Hiti er þar mestur 53°, í öðrum holum 40—50°;
dálítil kísil-skorpa er hjer og livar á steinum. Nokkru
fyrir norðan laugina er stórt gamalt uppþornað hvera-
stæði; það er 13 faðmar á breidd og 40 á lengd; hver-
arnir liafa verið undir mýrarbarði niður við á. í livera-
hrúðrinu eru töluverðar jurtaleifar, einkum stönglar.
Eins og fyr var getið hafa árnar á ísöldinni smátt
og smátt fyllt flóa þann, sem gekk upp í landið, með
jökulleir og möl; þetta sjest glöggt á farvegi ánna. Nú
ber engin þeirra jökulleir nema Hvítá og þó lítið; sarnt
hefir hún borið svo inikið fram, aö fjörðurinn er allt
af að grynnka, og verður að sæta sjávarföllum til þess
að komast inn í árósinn; hallinn er svo lítill, að menn
verða varir við flóð og fjöru langt upp eptir ánni, í
Norðurá jafnvel upp i'yrir Stafholt. Pegar vatnavextir
og ísstíflur koma í Hvítá, flóir hún yfir allt undirlendið
í kring, svo bæirnir, sem á hólum standa, standu einir
upp úr. fetta varð t. d. rjett eptir nýár 1881; bar
áin þá möl og sand upp á engjar og tún, reif stórar
torfur úr bökkunum, og flutti þær langar leiðir á burt.
Rjett fyrir sunnan Stafholtsey sjest enn móta fyrir
gömlum farvegi Hvítár; er sagt, að liún haii runnið
Pár áður cn hún brauzt í gegnum Föxin yfir í