Andvari - 01.01.1884, Síða 137
Um súrhey.
135
um hana fyrir haustið, svo ekki sje hætt við, að vatn
komist ofan í heyið að vetrinum. Er þá varla nema
um tvennt að gjöra, annaðlivort að fylla ofan á svo
miklu af mold, að gryfjan líkist upphornu heyi, og
vatni steypi vel af honni, og tyrfa svo að utan. Að
vetrinum mætti bera mold þessa í fjósið til að drýgja
áburðinn, eða ef þess þarf ekki, þá má moka moldinni
til hliðar út fyrir gryfjuna um leið og tekið er úr
henni, og bíður hún þar, til að verða brúkuð næsta
sumar. 1 annan stað mætti bera saman lausahey ofan á
gryfjunni, eptir að það hættir að síga til muna í henni,
og búa svo um það sem vanalegt er. Að vetrinum,
þegar farið er að eyða súrheyinu, má eyða af lausa-
garðsheyinu og súrhoyinu jafnframt. Moldarlagið ofan
á súrheyinu frýs þá ekki, og má moka því út úr
gryfjunni jafnótt og súrhoyinu er eytt, ef moldin er
ekki brúkuð til annars.
Jeg hef heyrt suma bændur lialda fram þeirri skoð-
un, að ekki muni miklu dýrra að fóðra kýr á kornfóðri
en á heyi, ef kornið sje ekki dýrara en í meðallagi;
bera sumir fyrir sig ritgjörðir eptir yfirkennara H. Kr.
Friðriksson um korngjöfina, og aðrir segja, að reynsla
sú, er þeir fengu um kornfóður í harðindunum, hafi
styrkt sig í þessari skoðun.
Jeg skal fúslega játa, að sú reynsla, sem jeg hef
sjálfur fyrir mjer í þessu efni, er næsta iítil og ónóg
til að gjöra nokkurn samanburð á kornfóðri og hoy-
fóðri eptir henni; en það litla, sem jeg hef reynt í
þessa stefnu, hefir fremur styrkt þann grun hjá mjer,
að þeir, sem halda korngjöfinni mest fram, gjöri heldur
mikið úr henni. Jeg hef aldrei fóðrað kýr nje aðrar
skepnur, svo teljandi sje, á korni eða öðru útlenau
fóðri, nema veturinn 1881 — 82 og vorið á eptir honum;
þá gaf jeg vænstu kúnni minni, sem var snemmbær,