Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 12
10
Ferðir á suðurlandi.
nokkru lægri, en fullt eins stór; úr honum hefir megin-
hraunið runnið niður undir Hreðavatn og út í það,
síðan fram með ásunum, sem eru fyrir neðan vatnið,
niður að Norðurá. ÍJr syðri gígnum liefir hraun runnið
norður og austur, en beygir síðan til suðausturs að
Norðurá og yfir hana og kemurnærri saman við hraun-
strauminn úr norðurgígnum. Víða standa upp úr hraun-
inu blágrýtis-ásar og eru flestir ísnúnir. Gígirnir eru
báðir eingöngu úr gjalli og hraunmolum og halli þeirra
því töluverður, frá 25—30°. Halli hraunsins frá gígn-
um niður að Norðurá er mjög lítill (1° 14' 28"). Við
Norðurá er þykkt hraunsins 40 fet, sumstaðar nokkuð
meiri, en á öðrum stöðum minni, meðalþykktin verður
líklega um 30 fet, lengdin er um % mílu og breiddin
V. míla- Að rúmtaki er hraun þetta um 6500 milljónir
teningsfet, og er það þó ekki eins stórt og sum hraun,
sem runnið hafa síðan menn liafa sögur af. Hraunið,
sem rann á Mývatnsöræfum 1875, var 10000 milj.
teningsfet; Hekiuhraun 1846 14000 milj. Hraunið er
mjög mosavaxið og á því sumstaðar skógur; það er
eigi fjarska-gamalt, en þó víst runnið löngu fyrir
landnámstíð.
Úr Borgarfirði fór jeg upp Lundareykjadal og síð-
an Uxahryggi að Þingvöllum. í Lundari'ykjadal eru
margar laugar og hverir. Iteykjalaug er nafnkunnust;
þar Ijetu Vestfiiðingar skíra sig, er þeir komu af þinui
er kristni var lögtekin; hjet dalurinn þá Syðri-
Reykjadaluix; laugin ei hlaðin upp, og stundum brúk-
uð fyrir sundpoll; hitinn er að eins 43° C. í kringum
iaugina vaxa fjarska-stórar græðisúrur (Plantago major),
blöðin 21/4 þuml. að þvermáli. Laug er og í túninu á
Reykjum, hitinn er þar og 43°; þessar laugar og Braut-
artunguhver eru norðan við ána, en að sunnan gagn-
vart Reykjum rr Englandshver; það eru tveir heitir
l) Biskupasögur I. bls. 25.