Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 148
146
Um súrhey.
talsvert lakari en það liey, sem talið er ljelogt í Nor-
vegi, og þykir mjer mjög ólíklegt, að viða sje völ á
svo ljelegri töðu, sem óskemmd á að lieita
Öllum bændum mætti vera ljóst, að taðan er mik-
ilsvirði, og miklu kostandi til að aíla hennar, on þó
bendir margt til, að fjöldi þeirra leggi enn þá lítinn
trúnað á túnræktina. Jeg tek ekki til þess, þó að fá-
tækir leiguliðar geti ekki sljettað tún sín og hirt þau
svo vel sje, og þó eru mörg dæmi til, að þeir hafa
gjört hvorttveggja; en liitt er ineiri furða, þegar efnaðir
sjálfseignarbændur láta sjer lynda að höggva ofan í
gráa þúfnakollana ár eptir ár. Sem betur fer, eru þeir
þó allt af að fækka, sem enga viðleitni liafa til að
hlynna að túnum sínum; en allmargir af þcim, sem
eru farnir að taka til jarðabóta, fara onn þá of mjög í
hægðum sínum. J>að þarf að pjöra meira en að drepa
gómunum á jarðabæturnar; menn verða að taka á þeim
af öllu afli, ef duga skal. Síðan búfræðingar fóru að
dreifast um landið, leggja bændur víða talsverðan á-
huga á vatnsveitingar og framskurði, og er það mjög
gott, þar sem vel er til þess fallið og vcrkið verður
nokkurn veginn fullgjört, og fær nauðsynlcgt framhald
og viðhald; en allt of htil áherzla er lögð á þúfna-
sljettun og aðra túnrækt. Jcg vil þó leyfa mjer að
segja, að yfir höfuð að lala er engin jarðabót eins viss,
arðsöm og vandalítil og þúfnasljettan, og jeg er viss
um, að fátt er það hjer á landi, sem bændur geta lagt
í vinnu sína og peninga, er færir jafnmikinn og jafn-
vissan arð og túnræktin, þar sem jarðvegur er allgóður
og ekki mjög grýttur. það eru til á prenti nógar rit-
gjörðir, sem sýna fram á þetta reikningslega, og skal
jeg ekki endurtaka það, þó að full þörf sýnist vera að
rifja það upp fyrir mönnum. Sumir efnabændur kaupa
hvern niðurníddan jarðarskikann eptir annan, til þess
að fá 4% í rentu af peningum sínum, en þykjast ekld
liafa efni á að eignast plóg eða kerru, nje til að taka