Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 96
94
Um að safna fje.
kemur til skoðunar, heldur að eins taka það fram, að
hvert einstakt fjelag, og jafnvel hver einstakur maður,
sem eigi þarf óumflýjanlega að eyða öllu, senr honum
er unnt að afla, getur komizt hjá, að hann eða niðjar
hans, er fara eins að, þurfi að lenda í tölu hinna fjo-
lausu manna, of engin sjerstök óhöpp koma fyrir. pað
er oinmitt einkenni við söfnunaraðferðina, að það getur
að mestu leyti hver við haft hana fyrir sig, án þess að
vera bundinn við, að aðrir hafi sömu skoðun eða fallist
á sömu aðferð. Sá maður, sú ætt og sú þjóð, sem
fylgir aðferð þessari, gengur meir og meir upp að efn-
um, en sá maður, sú ætt og sú þjóð, sem eigi gjörir
það, dregst smámsaman aptur úr; þcim, sem þar eiga
hlut að máli, verður efnaskorturinn því tilfinnanlegii,
sem mismunurinn verður meiri á þeim og hinum, er
áður fyrri voru þeim jafnhliða, og sem þeir verða optar
og meir að fara á mis við þau lífsins gæði, sem þeir
sjá, að hinir geta veitt sjor.
það er eigi allsjaldan, að menn heyra talað með
fyrirlitlegum orðum um fjeð og þá skoðun látna í ljósi,
að það sje nokkuð ótilhlýðilegt, eða jafnvel ósæmilegt
að hugsa um að auka efni sín; opt sprettur þetta af
því, að menn með því vilja afsaka leti sjálfra sín,
munaðarfýkn eða Ijettúð; en einatt byggist það á því,
að menn eigna fjenu sjálfu það illa, sem leiðir af því,
að menn nota það á rangan hátt, láta huga sinn fjötr-
ast af því, svo som væri það liin æðstu gæði, og hika
jafnvel eigi við, að afla þess með því að halla rjetti
annara; en það er eigi fjenu að kenna, þótt það, eins
og öll önnur tímanleg gæði, geti orðið til ills; í því
tilliti má sama segja um málfærið, heilbrygðina, gott
mannorð, fróðloik og kunnáttu og annað því líkt; á
hinn bóginn er fjeð næsta mikilsverð gæði bæði fyrir
hvern einstakan og fjelagið í heild sinni; mannvitið
nýtur sín eigi til hlítar án þess, en með því má full-
nægja þeirri köllun, að gjöra sjer jörðina undirgefna og