Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 174
172
Um áburð.
vill ávallt fara mykjugrugg, sem sezt í rennuna og
stííiar hana. Má því vel vera, að bezt sjo að liugsa
ekki upp á annað en að hafa flórgryfju, sem fyr er
sagt, og ausa pvagið úr honni út í safngryfjuna; eða
þá að öðrum kosti að gjöra safngryíjuna sjálfa undir
ilórnum í fjósinu. En ef þetta er gjört, verður ílórinn
að vera gjörður af samanplægðum, sterkum borðum, en
ekki af hellusteinum. Næst því að búa svo um í íjós-
inu, að ekkert þvag missist, kemur umbúningur haugs-
ins. í öðrum löndum geyma sumir mykjuna í kjallara
undir fjósinu, og er henni þá hleypt niður um göt á
flórnum ofan í kjallarann, en tekin burt um útidyr;
en þessi aðferð nær þó eldd almennri hylli. Bæði er
kostnaðarsamt að leggja slíka kjallara; svo vill loptið
yiir þeim, sem þá er flórinn (gólfið) í fjósinu, verða
endingarlítið vegna raka í kjallaranum; líka þykir ó-
þægilegt að jafna áburðinn og vinna að honum þegar
fer að hækka í kjallaranum. Eptir því sem mjer er
kunnugt um reynslu þá, sem fongin er um áburðar-
kjallara í Norvegi og víðar, þar sem þeir hafa verið
brúkaðir, get jeg ekki ráðið til, að brúka þá hjer á
landi. Venjulega eru haugstæðin opin í útlöndum,
eins og hjá oss, og sumir búfræðingar liafa álitið það
bezt, bara að enginn lögur geti sígið úr þeim. Margir
ráða samt til, að hafa þak yfir haugunum, til að varna
bæði regni og þurrki að hafa nokkur áhrif á áburðinn.
Hjer á landi væri rjettast, að hafa haugana undir þaki,
svo að ekki gæti safnazt fönn í þá að vetrinum; því
bæði tekur hún rúm af í haugstæðinu, þvær burtu
leysanleg efni úr mykjunni um leið og liún þiðnar og
hindrar frá að leggja mykjuna 1 lögum, eins og þó á
að vera. Bezt væri að búa svo um haugana, að þeir
gætu ekki frosið að vetrinum; þá gæti mykjan rotnað
og orðið miklu hæfilegri til áburðar að vorinu en ella.
Til þessa þarf allgott hús yfir hauginn; en af því á-
burðurinn yrði langt um betri, og væri þá til roiðu