Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 186
184
Um áburð.
sannfæra menn til fulls um það, sem vera kynni rjett í
tilgátunum, en leiðrjetta Lið ranga.
Hjer á landi er óvíða liirt um að safna þvagi kú-
anna; sígur sumt af því gegn um flórinn í fjósunum
niður í jörðina, og hitt sígur úr taðinu í haugstæðinu.
|>að má því gjöra ráð fyrir, að eins og venjulega er
farið með áburðinn hjá oss, þá sje það einungis mykj-
an, sem kemur túnunum að notum, en þvagið missist
gjörsamlega, og þar að auki má telja víst, að milcið af
frjóefnum taðsins inissist í slæmum haugstæðum, eins
og áður var sýnt. Jeg hef hjer að framan talið taðið
undan einni kú hjer um hil 14000 pd., það verða 70—80
taðhestar. Sjera Guðmundur Einarsson1 hefir líka ráð-
gjört, að 70—80' hestar af taði komi undan kúnni, og
að þetta sje nógur áburður á eina dagsláttu, sem auki
töðufallið af henni um 6—7 hesta, en töðugæðin um
helming, og metur hann þetta 3 vættir (hjer um bil
36 krónur), on dregur svo eina vættina frá fyrir á-
vinnslu og annari áburðarvinnu; vorður þá eptir í
hreinan ágóða 24 kr., sem ætti nú að vera verðgildi
þessara 70—80 taðhesta. Nú er hjer við aðgætandi,
að þessi áburður verður ekki talinn annað en einungis
taðið undan kúnni, því sjera Guðmundur gjörir ekki
ráð fyrir öðru en venjulegri áburðar-liirðingu, og þar
sem ekki er sjerstaklega þerrað upp þvagið með þurr-
um undirburði, eða því safnað sjerstaklega, þar missist
það með öllu. Eptir þessum reikningi verður taðið
undan kúnni 24 króna virði, að frádregnum öllum
kostnaði við ávinnslu og áburðarvinnu, og þá ætti
þvagið undan kúnni að vera 36 kr. virði eptir því
hlutfalli, sem or á milli efnanna í taði og þvagi; og
allur áburðurinn undan henni ætti þá að vera 60 kr.
virði, auk 30 kr., sem lagðar eru fyrir áburðaivinn-
unni. Til samanburðar við áætlun sjera Guðmundar
i) Um nautpeningsrækt, Rvík 1859.