Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 121
Um alþýðumenntun.
119
fyrirkomulag reynist vel, sem jeg fastlega vona, pá er
ekki par með sannað, að annað fyrirkomulag liefði ekki
getað reynzt eins vel.
Að endingu vil jeg minnast á pá skoðun, sem
komið hefir fram hjá öinstöku mönnum, einkum hjá
Sveini búfræðingi Sveinssyni, að enginn íslendingur
sjo Iiæfur til að kenna á fullnægjandi búnaðarskóla.
Sveinn stingur enda upp á pví, sem hinu eina tiltæki-
lega, að fá skólastjóra frá öðrum löndum. Mjer pykir
uppástunga pessi fremur óviðlurnnanleg, því mikill má
vera fróðleiksmunur á íslendingi og útlendingi, til pess
að hinn síðari sje færari um að veia hjer búnaðarskóla-
stjóri, alveg ókunnugur, ef mennirnir eru að öðru leyti
jafnhælir til skólastjórnar. Jeg veit það, að skóla-
stjórinn þarf að vera margfróður maður, en hann parf
líka að vera nákunnugur öllum landsháttum, og eink-
um laginn til að stjórna. Vjer erum svo heppnir, að
eiga sjálfir völ á manni, sem um mörg ár heGr stund-
að búnaðarvísindin við búnaðarháskólann í Danmörku;
sem þar að auki er stilltur og gætinn maður, búinn
að fá talsverða lífsreynslu, og heGr meiri kunnugleik
um landið en flestir aðiir. Tel jeg vafalaust, að þessi
maður sje langtum færari til að stjórna búnaðarskóla
hjer á landi en nokkur ókunnugur útlendingur, hversu
lærður sem haun væri. Jeg þarf varla að geta þess,
að maður þessi er einmitt Sveinn Sveinsson sjálfur,
því flestir munu vita, að enginn annar íslendingur hefir
stundað búfræði til lengdar við búnaðarháskóla í Dan-
mörku. |>etta vona jeg að allir kannist við. En ein-
hver kann að segja: »Skólastjórinn getur ekki gjört
allt einn, og oss vantar samt hina kennarana«. Nei,
þeir eiu nógir til. Vjer liöfurn völ á nokkrum bú-
fræðingum, sem hafa lært í Noregi, og sem hafa getið
sjer góðan orðstír síðan þeir komu heim. Jeg trúi
ekki öðru cn að þessa menn megi nota fyrir kennara