Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 70
68
Ferðir á suðurlandi.
Efst á Skjaldbreið er stór gígur, 900 fet að þver-
máli; liann var nú fullur af jökli; randir lians eru
brattar, og smáir hraunstrókar á þeim hjer og hvar í
kring. Hraunin hafa runnið. hægt og hægt á alla bóga,
frá þessari gífurlegu skál. Slíkir gígir eru á öllum
þeim eldfjöllum, sem eingöngu eru myndaðir úr hraun-
straumum, eins er t. d. Heiðin há, Háleyjarbunga o.
fl., þó það sje í smærri stýl. Þegar vikur, hraunmolar
og gjall fylgja gosunum, verða á fjöllunum keilumynd-
aðir gígir með skál í kollinum. Hallinn á Skjaldbreið
er cinna mestur austur og suður að Hlöðuvöllum; þó
er hann þar eigi meiri en 8—10°; nokkru minni að
sunnan og vestan.
pegar vjer komum niður af Skjaldbreið aptur,,
skildu þeir við okkur sjera Jens og Indriði, en við
hinir hjeldum austur hinn forna Eyfirðinga-veg, fyrst
fyrir sunnan Skjaldbreið; eru þar smá-móbergshnúkar
upp úr hraununum. fað er auðsjeð, að vegur þessi
hefir verið mjög tíðfarinn til forna, því að götutroðn-
ingar eru alstaðar miklir. Riðum við síðan austur
með Skriðu; er það stórt og bratt móbergsfell; dólerít-
háls gengur frá því fjalli austur og norður undir Hlöðu-
fell. Hlöðuvellir eru allmikið graslendi (1600 fet yfir
sjó); þó er þar farið mikið að blása ujrp að sunnan og
roksandur fokinn víða á. Hvergi er Skjaldbreiður eins
tignarlegur á að líta eins og þaðan. Hlöðufell er ein-
stakt afarhátt fjall (370C'), þverhnýptir móbergshamrar
allt í kring og jökull nokkur uppi á því. Austan við
það er Lambaliraun, sem hefir komið úr gígnum niður
af Hagavatni; það hraun er víst gamalt, en alveg gróð-
urlaust og sandorpið víða. Hraun þetta er mjög mikið
um sig, og ná miklar kvíslir úr því niður í byggð.
Vegur sjest lítill 1 hrauninu, en vörðubrot eru víða.
Fórum við niður Hellisskarð; þar hefir hraunið fallið
niður í stórum fossi, sem or nærri 500 feta hár. |>ar
eru mikil og einkennileg gljúfur og hellar. Síðan