Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 126
124
Um súrhey.
tyrft með dcigu torfi ofan yfir allt saman, og flaghlið-
inni snúið upp, og síðan fiutt rofamold ofan á og troð-
in jafnóðum sem bezt mátti, par til moldarlagið var
orðið hjer um bil 18—20 þuml. pykkt, og var því lok-
ið hinn 21. Á mcðan verið var að flytja moldina í
tóttina, seig allmikið í henni, og 5 daga á eptir var
á hverjum morgni athugað um tóttina, og moldin
vandlega troðin hringinn í kring með veggjunum, par
;em vottaði fyrir, að hún spryngi frá um leið og seig
í tóttinni; var nú komið hjer um bil jafnmikið borð á
tóttina og var áður en moldin var flutt í hana. Eptir
2G. september bar ekki á, að neitt sigi, nema lítið eitt
í einu horninu; þar var veggurinn ekki alveg beinn,
heldur hallaðist ofurlítið inn neðan til. Ljet jeg nú
enn bæta nokkru af mold ofan á, og svo allt sitja ó-
hreift til þess 6. október, að jeg ljet fylla tóttina alveg
með mold, og gjöra liana svo kúfaða, að vel hallaði út
af henni beggja meginn, líkt og rislitlu húsi; síðast
var allt þakið utan með nýristu toríi, eins og hús
væri. Um leið og tóttin var fyllt í seinasta sinni,
gróf jeg í tveimur stöðum gegn um moldina, bæði í
horninu, þar sem lengst hafði sígið, og í miðri tótt-
inni, og skoðaði heyið, en náði að eins í efsta lagið,
sem var orðið allfast, og sæt-súr lykt úr því; á lit var
það eins og þegar það var látið niður. Velgja var dá-
litil í horninu, en í miðjunni mátti heita orðið kalt.
Frá þessum tíma var ekkert hreift við tóttinni til þess
21. nóvbr., að tekin var hleðslan úr gömlum dyrum í
horninu, sem áður var ncfnt, og súrheyið skoðað. þar
sem fyrst var koinið að því var það vel volgt, og dá-
lítið blilmað; lyktin var sæt-súr, og leit það út fyrir
að vera alveg óskernrnt, nema yztu stráin við vegginn
voru blaut og hálf-fúin. Þegar koinið var svo sem s/4 .
al. inn í tóttina, var heyið grænt, og nærri lcalt; hálf-
um mánuði seinna var tekið úr tóttinni aptur, og var
þá enn lík velgja, og helzt hún enn, 9. jan., þegar