Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 154
152
Um áburð.
hlutföllum. J>au efni jurtanna, sem einkum koma til
greina, Jmpar talaö er um fóður og áburð, eru holcL-
gjafaborin efni (eggjahvíta, ostefni o. fl.), holdgjafa-
laus efni (mjölofni, sykur, feitartegundir o. fl.), og
steinefni. Pessi ólíku efni liafa hver fyrir sig sjerstakt
ætlunarverk í fóðrinu. Líkami dýranna er sífelldri
eyðingu og endurnýjun undirorpinn. Hár og húð, hold
og bein, allt slitnar þetta og eyðist daglega eða leysist
upp og hverfur burt, en fæðan fyllir í skörðin aptur.
Umskipti þessi eða endurnýjun líkamans fer að vísu
hægt fram, og án þess vjer veitum því eptirtekt; en
eins og vjer sjáum, að hár og neglur vaxa og eyðast,
eins eyðist allur líkaminn smámsaman og cndurnýjast.
þó vjer sjáum það ekki. Hin slitnu eða brúkuðu efni,
sem búin eru að vinna verk sitt í líkamanum um
stund, fara burt aptur með pvaginu og andardrœttin-
um, en ný efni koma í þeirra stað, sem meltingarfæri
dýranna draga úr fóðrinu og samlaga blóðinu, en blóð-
ið færir þau svo um allan líkamann og samlagar þau
honum. |>annig gongur koll af kolli, á meðan skepnan
nærist og lifir. £>að eru nú einkum holdgjafabornu
efnin, og steinefnin, sem taka þátt í þessari endurnýj-
un líkamans; því það eru þau, sem mynda blóðið, húð-
ina, vöðva og sinar, brjósk og bein. Holdgjafalausu
efnin ganga mestmegnis til að viðhalda lífshitanum, og
bæta líkamanum það, sem eyðist af honum með and-
ardrættinum; hverfa þau á burt úr líkamanum í kol-
sýru líki og vatnsgufu. Sagt er, að hestur eða kýr andi
frá sjer hjer um bil 12—15 pundurn af kolsýru á dag,
og til þess að gera svo mikla kolsýru þarf 7—9 pund
af mjölefni eða sykri, eða líkt að tiltölu af öðrum
holdgjafalausum efnum. í*að af fóðrinu, sem þannig
breytist 1 kolsýru og vatn, og hverfur með andardrætt-
inum, missist að vísu úr áburðinum; en missirinn er
ekki tillinnanlegur, af því að kolefni og vatn standa
ætíð jurtunum ti! boða. tað er því ekki eins áríðandi,