Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 189
Uru áburð.
187
eptir því verður áburðurinn meiri og betri. Undan vol
ölduin hesti er óhætt að telja áburðinn 60—80 aura
virði um vikuna. Sumartað hrossanna cr hægra að
meta til verðs. Ef hrossin eru höfð inni svo sem l/á
af sólarhringnum í 12 vikur að sumrinu, þá mundi
með því móti fást eins mikill áburður undan 10 hross-
um eins og undan einum eldishesti í 30 vikur, eða
18—24 króna virði alls, er gjörir kr. 1,80—2,40 fyrir
livert hross.
6. Hvernig, hvenær og hversu mikið á að bera á,
Hvernig á að bcra á? Áburðurinn er færður á
tún og annað ræktarland með tvennu móti. Annað-
hvort er hann borinn á í föstu ástandi, svo sem mykja
og annað tað, og það er venjulogast bæði hjer á landi
og annarstaðar, eðahann er borinnásem lögur. Báðar
þessar aðferðir hafa sína kosti og sína galla. Virði maður
fyrst fyrir sjer fasta áburðinn, þá hefur hann einkum
þrennt til síns ágætis fram yfir áburðarlöginn:—1. Hann
er hentugur til að blanda hann saman við jarðveginn,
t. d. bera hann á sáðlendi, og blanda hann saman við
moldina, eða bera hann á fiög, sem á að þekja yfir með
grasrót. Sje jörðin föst og leirborin, losar taðið hana, og
sje hún sendin og laus, þjettist hún af því; og hvort sem
heldur er af þessu, stuðlar það því til að gjöra jörðina
hæfilega þjetta. Taðið rotnar í jörðunni, við það hitn-
arhún, og þetta er aptur orsök til ýmsra efnabreytinga,
því við rotnun taðsins myndast kolsýra, og kolsýran
verkar á jarðveginn og uppleysir efnin í honum. 2.
Af því taðið hefir svo mikið í sjer af hálfrotnum og ó-
rotnum jurtaleifum, þá líkist það mjög moldinni, og þar
sem það er opt borið á, eykur það moldina og dýpkar
jarðveginn, og þó. þetta muni ekki miklu í einu, þá
safnast þegar saman kemur, og þar sem fastur áburður
er árlega borinn á skriður og aðra moldarsnauða jörð,
þar þykknar jarðveguriim og moldin eykst svo smám-