Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 201
Um áburð.
199
sig, og þekja svo aptur með moldinni. Mætti gjöra
þetta tvisvar eða þrisvar á sumri, ef þurfa þætti.
Fað er svo margt í sorphaugunum, sem gagns-
lítið er að bera á, nema það nái að rotna áður, svo sem
hár, fataræflar, skóræksni og alls konar afklippur og úr-
gangur innanhúss, og ýmislegt fieira, sem hefir í sjer
mikið af frjóefnum, en er óleysanlegt og þarf að rotna
og losast sundur. Bezt væri að kasta engum beinum
eða hornum eða slíku í sorpið, því þess konar leysist
ekki upp til gagns við ólguna, sem kemur í sorphaug-
inn, og ætti því að safna öllu þess konar sjer í lagi, og
hafa það allt til eldiviðar, og mylja svo öskuna vel.
Bezt er að bera sorphauginn ekki á fyr en hann er
orðinn nokkurn veginn uppleystur, og sje til muna í
honum af mannasaurindum og öðrum holdgjafamiklum
efnum, mun hann rotna nægilega á einu sumri, og má
þá bera hann á að haustinu eða næsta vor, en heldur
í opna jörð (íiög og sáðreiti) en graslendi. En sje lítið
í sorphaugnum af holdgjafamiklum efnum, getur vel
skeð að hann rotni ekki til gagns á einu sumri.
fó að bezt væri að láta sorpið og öskuna liggja í
haug að sumrinu, eins og nú var sagt, þá má líka bera
það á strax að vorinu. Askan, þvagið og annað þess
konar komur strax að notum, en annað, sem þarf longri
tíma til að loysast upp, liggur þá að vísu gagnslaust í
jörðunni um sinn; en af því að sjaldan er mikið af
þessu, þá mun optast lítill bagi að því.
8. Um bein.
Þá or enn ein áburðartegund, sem búmenn erlondis
liafa miklar mætur á, og það eru beinin; ekki var það
samt fyr en öndverðlega á þessari öld, að menn fóru
að nota þau í þessu skyni; en nú eru þau algengur
varningur í akuiyrkjulöndunum. Fyrir utan öll þau
bein, sem til falla á Englandi af innlendum og að-
íluttum fjenaði, hafa verið brúkuð þar til áburðar um