Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 151
Um áburð.
149
flýt.ir efnabreytingunum og tilreiðir fæðu fyrir jurtirnar.
2. Skipta menn svo um jurtirnar, að þær eyði sem
jafnast öllum þeim efnum, sem jarðvegurinn hefir að
geyma. Af því jurtirnar taka til sín mjög misjafnlega
mikið af hinum ýmsu efnum, þá er þetta mjög áríð-
andi. Korntegundirnar þurfa t. d. mikið af magnesíu,
fosfórsýru og kísilsýru; rófur og jarðepli minna. Aptur
þurfa rófur og jarðepli mikið af kalí, brennisteinssýru
og ldóri, en korntegundir minna. Ef sömu jurtir eru
ræktaðar mörg ár samfieytt á sömu jörð, eyða þær
sumum efnum hennar svo mjög, að þau geta þrotið, og
jurtirnar hætta þá að vaxa, þó gnægð kunni að vera
eptir í jörðunni af öðrum efnum, sem aðrar jurtir
þurfa mikið af. Frjósemi jarðarinnar lielzt því miklu
longur við, eða frjóefni hennar koma að meiri notum,
þegar ólíkar jurtir eru ræktaðar á henni á víxl, heldur
en ef sama jurtategundin er látin gróa þar ár eptir ár.
3. Menn færa jörðunni ýms frjóefni, og blanda þeim
saman við hana, til að bæta henni það, sem jarðar-
gróðinn tekur frá henni. Kalla menn þetta að bera á,
og efnin nefna menn einu nafni áburð.
f>ó að jörðin sje tilhlýðilega unnin og ræst, og þó
að skipt sje hentuglega um ræktarjurtirnar, þá eyðast
efnin úr henni við hvern afrakstur, og hún veröur æ
snauðari af fleiri eða færri efnum, og hættir seinast að
bora nokkurn gagnlegan gróður, nema henni sjeu bætt
aptur þau efni, sem jurtirnar tóku. Aburðurinn bætir
jörðina á ýmsan hátt. Hann auðgar hana með þeim
efnum, sem hann hefir í sjer fólgin, og með því að
vekja ýmsar gagnlogar efnabreytingar 1 jarðveginum
sjálfnm. Hann losar of fasta jörð, og festir of lausa;
og hann gjörir jörðina líka færari um að draga til sín
ýms gagnleg efni, úr loptinu og vatninu.
IJað eru inargbreyttir og næsta ólíkir blutir, sem
monn hafa til áburðar í akuryrkjulöndunum, og taka
menn áburðinn þar úr öllum ríkjum náttúrunnar: